Thelma Dís spilar með Keflavík í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 18:10 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, eftir að Keflavík varð Íslandsmeistari 2017. Báðar hafa þær verið kosnar leikmenn ársins á Íslandsmeistaraári. vísir/óskaró Keflavíkurkonur eru búnar að fá frábæran liðstyrk rétt fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna því þær hafa endurheimt landsliðskonuna Thelmu Dís Ágústsdóttur úr háskólanámi í Bandaríkjunum. Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira