VG vill leiða næstu ríkisstjórn Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. maí 2021 17:48 Katrín Jakobsdóttir formaður Viinstri grænna og forsætisráðherra ávarpar landsfund flokksins fyrr í dag. Stöð 2/Einar Í stjórnmálaályktun Landsfundar Vinstri grænna sem hófst í dag er lögð áhersla á að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í lok semptember. Þrátt fyrir umdeilt stjórnarsamstarf í upphafi þessa kjörtímabils sé málefnalegur árangur flokksins í samstarfinu óumdeildur. Landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var streymt að þessu sinni eins og svo mörgum fundum um þessar mundir. Í raun verður þetta aðeins fyrri hluti landsfundar sem hófst í dag og lýkur á morgun en fyrirhugað er að halda seinni hlutan þegar nær dregur kosningum í haust. Í setningarræðu sinni fór Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir tjórnarsamstarfið og hvað hefði áunnist í því. Flokkurinn hefði ákveðið að vera í hlutverki vegvísis en ekki vindhana. Flokkurinn þyrði bæði að hafa óvinsælar skoðanir og taka óvinsælar ákvarðanir. Katrín Jakobsdóttir segir VG flokk sem þori að vera vegvísir til framtíðar, hafa óvinsælar skoðanir og taka óvinsælar ákvarðanir til samfélaginu til framdráttar.Stöð 2/Einar „Núverandi stjórnarsamstarf var óvinsælt af mörgum sem ákváðu fyrirfram að að við fengjum engu ráðið og myndum engu koma í framkvæmd. En annað hefur komið á daginn," sagði Katrín meðal annars. „Það er drifkraftur okkar hreyfingar, það sem lætur okkur vakna á morgnana og halda áfram – að vita að það sem gerum skiptir máli fyrir fólkið í landinu og við stefnum í rétta átt,“ sagði formaður Vinstri grænna og talaði þar í takti við stjórnmálaályktun landsfundarins. „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs haldinn í fjarfundi 7.og 8. maí 2021 leggur áherslu á að hreyfingin leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í haust.Þó að núverandi stjórnarsamstarf hafi verið umdeiltí upphafi þess kjörtímabils sem lýkur senn er málefnalegur árangur Vinstri-grænna af samstarfinu óumdeildur,“ segir í upphafi stjórnmálaályktunarinnar. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands ávarpaði landsfundinn á myndbandi. En hún bíður nú niðurstöðu þingkosninga í Skotlandi þar sem úrslit eiga að liggja fyrir í kvöld. „Ef ég næ endurkjöri sem fyrsti ráðherra Skotlands er ég staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar sambandinu á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon meðal annars. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu eiblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings. Heilbrigðismál og menntamál. Ekki farsælt að útiloka tiltekin samstörf Katrín sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sé ekki gefið að núverandi ríkisstjórn haldi áfram samstarfi hljóti hún meirihluta í kosningum í haust. „Við höfum sagt að þetta hefur gengið ótrúlega vel á þessu kjörtímabili en við göngum óbundin til kosninga. Við útilokum engan frá samstarfi. En eðli málsins samkvæmt ef þessi stjórn heldur meirihluta hlýtur hún að koma til greina sem valkostur,“ sagði Katrín. Hún sagðist telja flokkinn hafa náð góðum málefnalegum árangri á kjörtímabilinu og að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í faraldrinum, sem hafi verið sérstakt verkefni. „Við verðum svo auðvitað að sjá hvað kemur upp úr kössunum.“ Þá sagðist hún ekki geta útilokað áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokkinn en það hafi sýnt sig að ekki sé heillvænlegt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir fram. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf var ekki sjálfgefið síðast en við höfum líka lært það og lærðum það árið 2016 þegar mjög erfitt var að mynda ríkisstjórn að það er ekki endilega mjög farsælt að útiloka fyrir fram einhver tiltekin samstörf og ég myndi segja að þetta samstarf hafi verið nokkuð heillaríkt,“ sagði Katrín. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var streymt að þessu sinni eins og svo mörgum fundum um þessar mundir. Í raun verður þetta aðeins fyrri hluti landsfundar sem hófst í dag og lýkur á morgun en fyrirhugað er að halda seinni hlutan þegar nær dregur kosningum í haust. Í setningarræðu sinni fór Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfir tjórnarsamstarfið og hvað hefði áunnist í því. Flokkurinn hefði ákveðið að vera í hlutverki vegvísis en ekki vindhana. Flokkurinn þyrði bæði að hafa óvinsælar skoðanir og taka óvinsælar ákvarðanir. Katrín Jakobsdóttir segir VG flokk sem þori að vera vegvísir til framtíðar, hafa óvinsælar skoðanir og taka óvinsælar ákvarðanir til samfélaginu til framdráttar.Stöð 2/Einar „Núverandi stjórnarsamstarf var óvinsælt af mörgum sem ákváðu fyrirfram að að við fengjum engu ráðið og myndum engu koma í framkvæmd. En annað hefur komið á daginn," sagði Katrín meðal annars. „Það er drifkraftur okkar hreyfingar, það sem lætur okkur vakna á morgnana og halda áfram – að vita að það sem gerum skiptir máli fyrir fólkið í landinu og við stefnum í rétta átt,“ sagði formaður Vinstri grænna og talaði þar í takti við stjórnmálaályktun landsfundarins. „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs haldinn í fjarfundi 7.og 8. maí 2021 leggur áherslu á að hreyfingin leiði næstu ríkisstjórn að loknum kosningum í haust.Þó að núverandi stjórnarsamstarf hafi verið umdeiltí upphafi þess kjörtímabils sem lýkur senn er málefnalegur árangur Vinstri-grænna af samstarfinu óumdeildur,“ segir í upphafi stjórnmálaályktunarinnar. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands ávarpaði landsfundinn á myndbandi. En hún bíður nú niðurstöðu þingkosninga í Skotlandi þar sem úrslit eiga að liggja fyrir í kvöld. „Ef ég næ endurkjöri sem fyrsti ráðherra Skotlands er ég staðráðin í að viðhalda vináttu landa okkar sambandinu á milli ríkisstjórna okkar og þessara tveggja flokka,“ sagði Sturgeon meðal annars. Hún lagði áherslu á samstarf ríkjanna í loftslagsmálum og áherslum á velferðarsamfélagið þar sem ekki væri eingöngu eiblínt á hagvöxt heldur vellíðan almennings. Heilbrigðismál og menntamál. Ekki farsælt að útiloka tiltekin samstörf Katrín sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sé ekki gefið að núverandi ríkisstjórn haldi áfram samstarfi hljóti hún meirihluta í kosningum í haust. „Við höfum sagt að þetta hefur gengið ótrúlega vel á þessu kjörtímabili en við göngum óbundin til kosninga. Við útilokum engan frá samstarfi. En eðli málsins samkvæmt ef þessi stjórn heldur meirihluta hlýtur hún að koma til greina sem valkostur,“ sagði Katrín. Hún sagðist telja flokkinn hafa náð góðum málefnalegum árangri á kjörtímabilinu og að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í faraldrinum, sem hafi verið sérstakt verkefni. „Við verðum svo auðvitað að sjá hvað kemur upp úr kössunum.“ Þá sagðist hún ekki geta útilokað áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokkinn en það hafi sýnt sig að ekki sé heillvænlegt að útiloka samstarf við aðra flokka fyrir fram. „Þetta ríkisstjórnarsamstarf var ekki sjálfgefið síðast en við höfum líka lært það og lærðum það árið 2016 þegar mjög erfitt var að mynda ríkisstjórn að það er ekki endilega mjög farsælt að útiloka fyrir fram einhver tiltekin samstörf og ég myndi segja að þetta samstarf hafi verið nokkuð heillaríkt,“ sagði Katrín.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira