Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 09:59 Með því að mála eitt vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um sjötíu prósent meðal hafarna. NINA, NORSK INSTITUTT FOR NATURFORSKNING Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart. Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand. Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand.
Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53