Mikil veikindi meðal starfsmanna leikskóla daginn eftir bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 08:35 Mánagarður er að finna við Eggertsgötu í Reykjavík, en skólinn er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Reykjavíkurborg „Það fóru tuttugu starfsmenn í bólusetningu í gær og mér sýnist sautján þeirra veikir. Ég er þó enn að bíða eftir endanlegum tölum eins og maður segir.“ Þetta segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri á Mánagarði í Reykjavík, en stór hluti starfsfólks skólans fór í bólusetningu í gær. Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“ Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum. Fólk í prófum í forgangi Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“ Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“ Dásamlegt sumar framundan Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“ Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Skóla - og menntamál Háskólar Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“ Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum. Fólk í prófum í forgangi Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“ Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“ Dásamlegt sumar framundan Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“ Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Skóla - og menntamál Háskólar Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira