Gróðureldar – hvað getur ÞÚ gert? Eyrún Viktorsdóttir skrifar 5. maí 2021 16:00 Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar