Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 21:53 Breiðholtið í kvöldsólinni: Reykkennt ský yfir borginni átti upptök sín í mekkinum úr Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01