Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 17:00 Stórkaup fluttu í Faxafenið árið 2001 en fyrir það hafði verslunin heitið Bónusbirgðir allt frá stofnun árið 1996. Já.is Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. Reksturinn hefur verið hluti af Olís eftir að olíufélagið sameinaðist smásölurisanum Högum árið 2019 en verslunin hefur verið rekin í um 25 ár. „Þetta er verkefni sem við fengum frá Hagkaup á sínum tíma. Markmiðið var að blása lífi í þetta en rekstraraðstæður á síðasta ári voru því miður með þeim hætti að við töldum okkur ekki fært að halda þessum rekstri óbreyttum áfram. Niðurstaðan var sú að við ákváðum að loka,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís og vísar þar einkum til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Olís.Vísir/vilhelm „Þetta er búið að reynast fyrirtækjum mjög erfitt ástand og þessi hluti í okkar verslunarstarfsemi var bara ekki að ganga upp.“ Allt að tæmast Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því að skila vörum verslunarinnar til birgja og selja restina á sérstakri rýmingarsölu. „Það er ekkert orðið eftir þannig að það verður lokað þarna sennilega á morgun eða fyrir helgi,“ segir Jón. Skömmu eftir samtal hans við fréttamann var tilkynnt á Facebook-síðu Stórkaupa að hún yrði ekki opnuð aftur á morgun. Jón bætir við að hluti vöruúrvalsins muni flytjast yfir í Hagkaup Skeifunni þar sem fólk geti áfram verslað valdar vörur. Það var orðið tómlegt um að litast á síðustu dögum verslunarinnar.Stórkaup Þessum kafla lokið Jón vill ekki kannast við að tilkoma Costco árið 2017 hafi haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Stórkaupa. Báðar verslanirnar sérhæfa sig meðal annars í því að selja matvörur í magnpakkningum sem nýtast ekki síst veitingaaðilum og öðrum rekstraraðilum. Hann segir að hugmyndin með tilfærslu Stórkaupa til Olís hafi verið að samþætta verslunina rekstrarvörustarfsemi Olís en ólíkt Olís einblíndi Stórkaup meira á matvöru og þjónustu við veitingaaðila. „Ástandið á síðasta ári kippti því miður fótunum undan þeim áformum þannig að við ákváðum að loka þessum hluta og einbeita okkur að okkar rekstrarvörusölu en þessum kafla er lokið.“ Verslun Bensín og olía Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Reksturinn hefur verið hluti af Olís eftir að olíufélagið sameinaðist smásölurisanum Högum árið 2019 en verslunin hefur verið rekin í um 25 ár. „Þetta er verkefni sem við fengum frá Hagkaup á sínum tíma. Markmiðið var að blása lífi í þetta en rekstraraðstæður á síðasta ári voru því miður með þeim hætti að við töldum okkur ekki fært að halda þessum rekstri óbreyttum áfram. Niðurstaðan var sú að við ákváðum að loka,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís og vísar þar einkum til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Olís.Vísir/vilhelm „Þetta er búið að reynast fyrirtækjum mjög erfitt ástand og þessi hluti í okkar verslunarstarfsemi var bara ekki að ganga upp.“ Allt að tæmast Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því að skila vörum verslunarinnar til birgja og selja restina á sérstakri rýmingarsölu. „Það er ekkert orðið eftir þannig að það verður lokað þarna sennilega á morgun eða fyrir helgi,“ segir Jón. Skömmu eftir samtal hans við fréttamann var tilkynnt á Facebook-síðu Stórkaupa að hún yrði ekki opnuð aftur á morgun. Jón bætir við að hluti vöruúrvalsins muni flytjast yfir í Hagkaup Skeifunni þar sem fólk geti áfram verslað valdar vörur. Það var orðið tómlegt um að litast á síðustu dögum verslunarinnar.Stórkaup Þessum kafla lokið Jón vill ekki kannast við að tilkoma Costco árið 2017 hafi haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Stórkaupa. Báðar verslanirnar sérhæfa sig meðal annars í því að selja matvörur í magnpakkningum sem nýtast ekki síst veitingaaðilum og öðrum rekstraraðilum. Hann segir að hugmyndin með tilfærslu Stórkaupa til Olís hafi verið að samþætta verslunina rekstrarvörustarfsemi Olís en ólíkt Olís einblíndi Stórkaup meira á matvöru og þjónustu við veitingaaðila. „Ástandið á síðasta ári kippti því miður fótunum undan þeim áformum þannig að við ákváðum að loka þessum hluta og einbeita okkur að okkar rekstrarvörusölu en þessum kafla er lokið.“
Verslun Bensín og olía Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira