Eiga iðjuþjálfar heima í grunnskólum landsins? Guðrún Agla Gunnarsdóttir, Herdís Júlía Júlíusdóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir skrifa 4. maí 2021 10:32 Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun