Greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á EM: Keypti sér far með einkaflugvél heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:01 Daninn Viktor Axelsen er frábær badminton spilari og hefur unnið verðlaun á ÓL, HM og EM. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Daninn Viktor Axelsen, einn besti badminton spilari heims, lenti um helgina í einni af verstu mögulegu martröð afreksmannsins á tímum kórónuveirunnar. Hann greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á Evrópumótinu. Viktor Axelsen varð þar með að gefa úrslitaleikinn og Daninn Anders Antonsen fékk því gullið án þess að spila úrslitaleikinn. Það er nóg um að gera hjá Viktori því hann er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og þá er hann nýbúinn að eignast barn. Það var því önnur martröð fyrir hann að vera fastur. Evrópumótið fór fram í Úkraínu en Viktor vildi komast heim sem fyrst til að missa sem minnst úr undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Viktor ákvað því að kaupa sér far heim til Danmerkur með einkaflugvél. Hann hafði verið fastur á hótelherbergi sínum í Úkraínu síðan að hann greindist en hann hafði aðeins sýnt lítil einkenni. Kære allesammen. Sjúkrabíll flutti hann út á flugvöll þar sem einkaflugvélin beið eftir honum. Annar sjúkrabíll beið síðan eftir honum á flugvellinum í Danmörku. Viktor fór inn í sérstakan einangrunarklefa á meðan hann var fluttur á milli og passaði upp á allar sóttvarnarreglur. „Á þeim stað sem ég verð í einangrun í Danmörku hef ég kost á því að borða rétt og hreyfa mig eitthvað með lóðum og fleiru sem er erfitt að komast í hér. Ég get með því haldið við forminu mínu eins og hægt við þessar óvenjulegu kringumstæður,“ skrifaði Viktor Axelsen í langri færslu á fésbókarsíðu sinni. „Ég hef verið að undirbúa mig mjög lengi fyrir þátttöku mína í Ólympíuleikunum í Tokyo. Ólympíuleikar eru fyrir okkur íþróttamenn mjög sérstakur viðburður sem á sér bara stað á fjögurra ára fresti. Þess vegna er ég nú að reyna að gera það sem hægt er til að tryggja sé í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Viktor eins og sjá má hér fyrir ofan. Axelsen skrifaði líka um það að vera í þeirri stöðu að geta komist heim til Danmerkur því það eru fáir útvaldir sem hafa efni á slíku. Viktor Axelsen er 27 ára gamall og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann varð heimsmeistari árið 2017 og Evrópumeistari bæði 2016 og 2018. Hann síðan auðvitað silfur á EM um helgina. Viktor og kærasta hans, Natalia Koch Rohde, eignuðust stelpu í október síðastliðinn. Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Danmörk Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Viktor Axelsen varð þar með að gefa úrslitaleikinn og Daninn Anders Antonsen fékk því gullið án þess að spila úrslitaleikinn. Það er nóg um að gera hjá Viktori því hann er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og þá er hann nýbúinn að eignast barn. Það var því önnur martröð fyrir hann að vera fastur. Evrópumótið fór fram í Úkraínu en Viktor vildi komast heim sem fyrst til að missa sem minnst úr undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Viktor ákvað því að kaupa sér far heim til Danmerkur með einkaflugvél. Hann hafði verið fastur á hótelherbergi sínum í Úkraínu síðan að hann greindist en hann hafði aðeins sýnt lítil einkenni. Kære allesammen. Sjúkrabíll flutti hann út á flugvöll þar sem einkaflugvélin beið eftir honum. Annar sjúkrabíll beið síðan eftir honum á flugvellinum í Danmörku. Viktor fór inn í sérstakan einangrunarklefa á meðan hann var fluttur á milli og passaði upp á allar sóttvarnarreglur. „Á þeim stað sem ég verð í einangrun í Danmörku hef ég kost á því að borða rétt og hreyfa mig eitthvað með lóðum og fleiru sem er erfitt að komast í hér. Ég get með því haldið við forminu mínu eins og hægt við þessar óvenjulegu kringumstæður,“ skrifaði Viktor Axelsen í langri færslu á fésbókarsíðu sinni. „Ég hef verið að undirbúa mig mjög lengi fyrir þátttöku mína í Ólympíuleikunum í Tokyo. Ólympíuleikar eru fyrir okkur íþróttamenn mjög sérstakur viðburður sem á sér bara stað á fjögurra ára fresti. Þess vegna er ég nú að reyna að gera það sem hægt er til að tryggja sé í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Viktor eins og sjá má hér fyrir ofan. Axelsen skrifaði líka um það að vera í þeirri stöðu að geta komist heim til Danmerkur því það eru fáir útvaldir sem hafa efni á slíku. Viktor Axelsen er 27 ára gamall og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann varð heimsmeistari árið 2017 og Evrópumeistari bæði 2016 og 2018. Hann síðan auðvitað silfur á EM um helgina. Viktor og kærasta hans, Natalia Koch Rohde, eignuðust stelpu í október síðastliðinn.
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Danmörk Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira