Greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á EM: Keypti sér far með einkaflugvél heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:01 Daninn Viktor Axelsen er frábær badminton spilari og hefur unnið verðlaun á ÓL, HM og EM. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Daninn Viktor Axelsen, einn besti badminton spilari heims, lenti um helgina í einni af verstu mögulegu martröð afreksmannsins á tímum kórónuveirunnar. Hann greindist með kórónuveiruna daginn fyrir úrslitaleik á Evrópumótinu. Viktor Axelsen varð þar með að gefa úrslitaleikinn og Daninn Anders Antonsen fékk því gullið án þess að spila úrslitaleikinn. Það er nóg um að gera hjá Viktori því hann er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og þá er hann nýbúinn að eignast barn. Það var því önnur martröð fyrir hann að vera fastur. Evrópumótið fór fram í Úkraínu en Viktor vildi komast heim sem fyrst til að missa sem minnst úr undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Viktor ákvað því að kaupa sér far heim til Danmerkur með einkaflugvél. Hann hafði verið fastur á hótelherbergi sínum í Úkraínu síðan að hann greindist en hann hafði aðeins sýnt lítil einkenni. Kære allesammen. Sjúkrabíll flutti hann út á flugvöll þar sem einkaflugvélin beið eftir honum. Annar sjúkrabíll beið síðan eftir honum á flugvellinum í Danmörku. Viktor fór inn í sérstakan einangrunarklefa á meðan hann var fluttur á milli og passaði upp á allar sóttvarnarreglur. „Á þeim stað sem ég verð í einangrun í Danmörku hef ég kost á því að borða rétt og hreyfa mig eitthvað með lóðum og fleiru sem er erfitt að komast í hér. Ég get með því haldið við forminu mínu eins og hægt við þessar óvenjulegu kringumstæður,“ skrifaði Viktor Axelsen í langri færslu á fésbókarsíðu sinni. „Ég hef verið að undirbúa mig mjög lengi fyrir þátttöku mína í Ólympíuleikunum í Tokyo. Ólympíuleikar eru fyrir okkur íþróttamenn mjög sérstakur viðburður sem á sér bara stað á fjögurra ára fresti. Þess vegna er ég nú að reyna að gera það sem hægt er til að tryggja sé í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Viktor eins og sjá má hér fyrir ofan. Axelsen skrifaði líka um það að vera í þeirri stöðu að geta komist heim til Danmerkur því það eru fáir útvaldir sem hafa efni á slíku. Viktor Axelsen er 27 ára gamall og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann varð heimsmeistari árið 2017 og Evrópumeistari bæði 2016 og 2018. Hann síðan auðvitað silfur á EM um helgina. Viktor og kærasta hans, Natalia Koch Rohde, eignuðust stelpu í október síðastliðinn. Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Danmörk Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Sjá meira
Viktor Axelsen varð þar með að gefa úrslitaleikinn og Daninn Anders Antonsen fékk því gullið án þess að spila úrslitaleikinn. Það er nóg um að gera hjá Viktori því hann er á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika og þá er hann nýbúinn að eignast barn. Það var því önnur martröð fyrir hann að vera fastur. Evrópumótið fór fram í Úkraínu en Viktor vildi komast heim sem fyrst til að missa sem minnst úr undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Viktor ákvað því að kaupa sér far heim til Danmerkur með einkaflugvél. Hann hafði verið fastur á hótelherbergi sínum í Úkraínu síðan að hann greindist en hann hafði aðeins sýnt lítil einkenni. Kære allesammen. Sjúkrabíll flutti hann út á flugvöll þar sem einkaflugvélin beið eftir honum. Annar sjúkrabíll beið síðan eftir honum á flugvellinum í Danmörku. Viktor fór inn í sérstakan einangrunarklefa á meðan hann var fluttur á milli og passaði upp á allar sóttvarnarreglur. „Á þeim stað sem ég verð í einangrun í Danmörku hef ég kost á því að borða rétt og hreyfa mig eitthvað með lóðum og fleiru sem er erfitt að komast í hér. Ég get með því haldið við forminu mínu eins og hægt við þessar óvenjulegu kringumstæður,“ skrifaði Viktor Axelsen í langri færslu á fésbókarsíðu sinni. „Ég hef verið að undirbúa mig mjög lengi fyrir þátttöku mína í Ólympíuleikunum í Tokyo. Ólympíuleikar eru fyrir okkur íþróttamenn mjög sérstakur viðburður sem á sér bara stað á fjögurra ára fresti. Þess vegna er ég nú að reyna að gera það sem hægt er til að tryggja sé í sem bestri æfingu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Viktor eins og sjá má hér fyrir ofan. Axelsen skrifaði líka um það að vera í þeirri stöðu að geta komist heim til Danmerkur því það eru fáir útvaldir sem hafa efni á slíku. Viktor Axelsen er 27 ára gamall og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hann varð heimsmeistari árið 2017 og Evrópumeistari bæði 2016 og 2018. Hann síðan auðvitað silfur á EM um helgina. Viktor og kærasta hans, Natalia Koch Rohde, eignuðust stelpu í október síðastliðinn.
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Danmörk Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Sjá meira