,,Leikurinn skilgreinist ekki af þessu play-i, við vorum óánægðir með okkar frammistöðu í þrjá leikhluta og þar töpum við leiknum”
KR voru í eltingaleik mestallan leikinn en náðu að komast yfir í lokin, Darri sagði að tapaðir boltar og fráköst hefðu kostað liðið.
„Töpuðum boltanum klaufalega, en við erum 2 af 16 fyrir utan þriggja stiga línuna í hálfleik. En það sem ég er ósáttur með er hvernig við töpuðum boltanum, við fengum held ég 21 stig í bakið á okkur eftir þessa töpuðu bolta og fengum á okkur 26 stig eftir sóknarfráköst. Þar tapast leikurinn“
Darri er þó ekki af baki dottinn þrátt fyrir erfið úrslit.
,,Við þurfum bara að horfa svolítið á þetta eins og „us versus the world“ og þjappa okkur saman. Þurfum að sýna meiri stöðugleika. Þetta er alltof stopult og við þurfum að fara í smá naflaskoðun“