Hafa borið kennsl á 32 hinna látnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2021 13:48 Minnst 45 létust í slysinu. EPA-EFE/ATEF SAFADI Kennsl hafa verið borin á 32 þeirra sem létust í átroðningi á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í fyrrakvöld. Minnst 45 létust í slysinu og á annað hundrað særðust. Hlé var gert á vinnunni við að bera kennsl á líkin í gærkvöldi, vegna Sabbath sem er heilagur hvíldardagur Gyðinga. Gert er ráð fyrir að vinna við að bera kennsl á hina látnu haldi áfram eftir sólsetur í kvöld að því er fram kemur í frétt BBC. Hátíðin Lag B'Omer er haldin á átjánda degi iyar, áttunda mánuði hebreska tímatalsins. Þá ferðast tugir þúsunda rétttrúnaðargyðinga til bæjarins Meron, dansa, leggjast á bæn og minnast rabbínans Shimons bar Yochai. Hátíðarhöldum er að miklu leyti skipt eftir kynjum og átti slys gærdagsins sér stað karlamegin. Mikill fjöldi tróðst þannig undir þegar mannmergð reyndi að koma sér í gegnum þröngan gang og niður sleipar málmtröppur, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir sjónarvottum. Ísraelska blaðið Haaretz segir að fólk hafi dottið í tröppunum og þannig fellt aðra. Talið er að nokkrir hinna látnu hafi verið erlendir ríkisborgarar, meðal annars Bandaríkjamenn og þá er 24 ára gamall Breti sagður meðal hinna látnu. Ísraelska heilbrigðisráðuneytið hefur sagt að hugsanlega þurfi að greina bæði fingraför og tennur til að bera kennsl á hina látnu. Þjóðarsorg var lýst yfir í Ísrael vegna slyssins. Ísrael Trúmál Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Hlé var gert á vinnunni við að bera kennsl á líkin í gærkvöldi, vegna Sabbath sem er heilagur hvíldardagur Gyðinga. Gert er ráð fyrir að vinna við að bera kennsl á hina látnu haldi áfram eftir sólsetur í kvöld að því er fram kemur í frétt BBC. Hátíðin Lag B'Omer er haldin á átjánda degi iyar, áttunda mánuði hebreska tímatalsins. Þá ferðast tugir þúsunda rétttrúnaðargyðinga til bæjarins Meron, dansa, leggjast á bæn og minnast rabbínans Shimons bar Yochai. Hátíðarhöldum er að miklu leyti skipt eftir kynjum og átti slys gærdagsins sér stað karlamegin. Mikill fjöldi tróðst þannig undir þegar mannmergð reyndi að koma sér í gegnum þröngan gang og niður sleipar málmtröppur, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir sjónarvottum. Ísraelska blaðið Haaretz segir að fólk hafi dottið í tröppunum og þannig fellt aðra. Talið er að nokkrir hinna látnu hafi verið erlendir ríkisborgarar, meðal annars Bandaríkjamenn og þá er 24 ára gamall Breti sagður meðal hinna látnu. Ísraelska heilbrigðisráðuneytið hefur sagt að hugsanlega þurfi að greina bæði fingraför og tennur til að bera kennsl á hina látnu. Þjóðarsorg var lýst yfir í Ísrael vegna slyssins.
Ísrael Trúmál Tengdar fréttir Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16 Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Þjóðarsorg eftir versta slys í sögu Ísraels Minnst 44 eru látin eftir að fjöldi tróðst undir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í gærkvöldi. Á annað hundrað slasaðist. 30. apríl 2021 13:16
Tugir látnir á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir á fjölmennri trúarhátíð í norðausturhluta Ísraels. Tugir eru slasaðir að auki en fólkið tróðst undir í mannmergðinni. Um árlega samkomu er að ræða sem haldin er í hlíðum Meron fjalls. 30. apríl 2021 06:49