Lárus: Þetta var bara góður körfuboltaleikur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2021 20:35 Lárus Jónsson var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Hann segir að næstu leikir verði notaðir til að undirbúa liðið fyrir úrslitakeppnina. vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var eðlilega ánægður með 98-96 sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Lárus segir að í heildina hafi þetta verið góður körfuboltaleikur hjá báðum liðum. „Við náðum kannski yfirhöndinni í seinni hálfleik og við enduðum fyrri hálfleik mjög vel,“ sagði Lárus eftir sigur kvöldsins. „Mér fannst Valsarar vera með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum náðum við að hægja aðeins á Jordan og þá vorum við aðeins með yfirhöndina, en annars var þetta bara rosalega jafn leikur.“ „Það er í rauninni ekki hægt að benda á eitthvað eitt sem vann leikinn. Við hittum mjög vel í seinni og svo vorum við kannski að frákasta aðeins betur en þeir. Eigum við ekki að segja það? Að góð hitni og fráköst hafi unnið leikinn.“ Lárus tók þó ekkert af Valsmönnum og hrósaði gæðum leiksins í kvöld, en var mest ánægður með að klára þennan leik eftir svekkjandi tap gegn Tindastól í seinustu umferð. „Það var í rauninni bara frábær hitni hjá báðum liðum í seinni hálfleik. Þetta var bara góður körfuboltaleikur. Ég held að bæði lið geti verið nokkuð ánægð fyrir úrslitakeppnina með það hvernig þau voru að spila.“ „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ég var bara mjög ánægður með leikinn okkar fyrir norðan á móti Tindastól. Þeir voru bara með mjög gott lið og við töpuðum bara þegar tvö sekúndubrot voru eftir. Við getum bara verið sæmilega ánægðir með þetta, og Valsarar ábyggilega líka.“ Þórsarar ferðast til Egilsstaða á mánudaginn þar sem Höttur bíður þeirra. Lárus segir að hann ætli að nota þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa liðið fyrir komandi úrslitakeppni. „Ég held að við bara reynum að halda áfram að bæta okkur og spila á eins háu leveli og við getum fyrir úrslitakeppnina. Höttur er bara einn partur af því og við mætum í þann leik og reynum að sjá hvar við getum orðið ennþá betri sem liðsheild.“ „Við erum núna í fyrsta skipti í svolítið langan tíma með allt liðið. Adomas er að koma aftur inn eftir leikbann og Styrmir er að finna sitt gamla form eftir að hafa misstigið sig þannig að við ætlum bara að nýta þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
„Við náðum kannski yfirhöndinni í seinni hálfleik og við enduðum fyrri hálfleik mjög vel,“ sagði Lárus eftir sigur kvöldsins. „Mér fannst Valsarar vera með yfirhöndina mest megnis af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum náðum við að hægja aðeins á Jordan og þá vorum við aðeins með yfirhöndina, en annars var þetta bara rosalega jafn leikur.“ „Það er í rauninni ekki hægt að benda á eitthvað eitt sem vann leikinn. Við hittum mjög vel í seinni og svo vorum við kannski að frákasta aðeins betur en þeir. Eigum við ekki að segja það? Að góð hitni og fráköst hafi unnið leikinn.“ Lárus tók þó ekkert af Valsmönnum og hrósaði gæðum leiksins í kvöld, en var mest ánægður með að klára þennan leik eftir svekkjandi tap gegn Tindastól í seinustu umferð. „Það var í rauninni bara frábær hitni hjá báðum liðum í seinni hálfleik. Þetta var bara góður körfuboltaleikur. Ég held að bæði lið geti verið nokkuð ánægð fyrir úrslitakeppnina með það hvernig þau voru að spila.“ „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var og ég var bara mjög ánægður með leikinn okkar fyrir norðan á móti Tindastól. Þeir voru bara með mjög gott lið og við töpuðum bara þegar tvö sekúndubrot voru eftir. Við getum bara verið sæmilega ánægðir með þetta, og Valsarar ábyggilega líka.“ Þórsarar ferðast til Egilsstaða á mánudaginn þar sem Höttur bíður þeirra. Lárus segir að hann ætli að nota þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa liðið fyrir komandi úrslitakeppni. „Ég held að við bara reynum að halda áfram að bæta okkur og spila á eins háu leveli og við getum fyrir úrslitakeppnina. Höttur er bara einn partur af því og við mætum í þann leik og reynum að sjá hvar við getum orðið ennþá betri sem liðsheild.“ „Við erum núna í fyrsta skipti í svolítið langan tíma með allt liðið. Adomas er að koma aftur inn eftir leikbann og Styrmir er að finna sitt gamla form eftir að hafa misstigið sig þannig að við ætlum bara að nýta þessa leiki sem eftir eru til að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Valur 98-96 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals Þór Þorlákshöfn sá til þess að Valur vann ekki sinn sjöunda leik í röð í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 98-96 Þórsurum í vil í háspennuleik. Nánari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. apríl 2021 20:05