Slæmur endir á aprílmánuði um einhverfu hjá Reykjavíkurborg Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifa 30. apríl 2021 15:49 Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna
Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun