Fimm ákærð vegna árásarinnar á aðstoðarmann Lady Gaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2021 08:24 Lady Gaga bauð hálfrar milljón dala fundarlaun fyrir hundana og konan sem skilaði hundunum og sagðist hafa fundið þá er meðal þeirra fimm sem voru handtekin. EPA/Etienne Laurent Fimm hafa verið handteknin og ákærð vegna árásar á aðstoðarmann Lady Gaga í febrúar og hafa þau verið ákærð fyrir morðtilraun og aðild að morðtilraun. Þrír voru handteknir á þriðjudaginn og eru þeir sakaðir um morðtilraun. Í kjölfarið voru tvö handtekin til viðbótar og ákærðir fyrir aðild að morðtilraun. Fjórir hinna handteknu tilheyra glæpagengi, samkvæmt lögreglunni í Los Angeles. Í frétt CNN segir að þeir fyrstu sem voru handteknir séu á aldrinum átján til 27 og hin tvö séu fjörutíu og fimmtíu ára. Meðal þeirra handteknu er konan sem skilaði hundunum eftir að Lady Gaga bauð fram fundarlaun. Undir lok febrúar var Ryan Fischer, aðstoðarmaður og vinur söngkonunnar, á göngu með þrjá franska bolabíta hennar í Los Angeles þegar ráðist var á hann. Fischer var skotinn í bringuna þegar hann neitaði að láta ræningjana fá hundana, sem heita Koji, Miss Asia og Gustavo. Fischer særðist alvarlega en ekki lífshættulega og ræningjarnir náðu þeim Koji og Gustavo. Sjá einnig: Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Árásin náðist á öryggismyndavél nágranna Fishcer og vakti atvikið gífurlega athygli. Lady Gaga var stödd á Ítalíu við tökur kvikmyndar. Hún bauð fljótt fram hálfrar milljóna dala fundarlaun fyrir hundana tvo. Skömmu seinna skilaði kona þeim, sem sagðist hafa fundið þá. Hún hefur verið tengd föður eins þeirra þriggja sem rændu hundinum og voru þau öll handtekin. Lögreglan segir að ekki sé talið að ræningjarnir hafi vitað að hundarnir væru í eigu Lady Gaga. Þess í stað hafi þeir gert sér grein fyrir því hve verðmæt þessi hundategund væri. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. 27. febrúar 2021 08:01 Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. 26. febrúar 2021 11:21 Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Fjórir hinna handteknu tilheyra glæpagengi, samkvæmt lögreglunni í Los Angeles. Í frétt CNN segir að þeir fyrstu sem voru handteknir séu á aldrinum átján til 27 og hin tvö séu fjörutíu og fimmtíu ára. Meðal þeirra handteknu er konan sem skilaði hundunum eftir að Lady Gaga bauð fram fundarlaun. Undir lok febrúar var Ryan Fischer, aðstoðarmaður og vinur söngkonunnar, á göngu með þrjá franska bolabíta hennar í Los Angeles þegar ráðist var á hann. Fischer var skotinn í bringuna þegar hann neitaði að láta ræningjana fá hundana, sem heita Koji, Miss Asia og Gustavo. Fischer særðist alvarlega en ekki lífshættulega og ræningjarnir náðu þeim Koji og Gustavo. Sjá einnig: Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Árásin náðist á öryggismyndavél nágranna Fishcer og vakti atvikið gífurlega athygli. Lady Gaga var stödd á Ítalíu við tökur kvikmyndar. Hún bauð fljótt fram hálfrar milljóna dala fundarlaun fyrir hundana tvo. Skömmu seinna skilaði kona þeim, sem sagðist hafa fundið þá. Hún hefur verið tengd föður eins þeirra þriggja sem rændu hundinum og voru þau öll handtekin. Lögreglan segir að ekki sé talið að ræningjarnir hafi vitað að hundarnir væru í eigu Lady Gaga. Þess í stað hafi þeir gert sér grein fyrir því hve verðmæt þessi hundategund væri.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. 27. febrúar 2021 08:01 Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. 26. febrúar 2021 11:21 Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag. 27. febrúar 2021 08:01
Skotárásin og rán á hundum Lady Gaga náðist á myndband Árásin á aðstoðarmann söngkonunnar Lady Gaga, sem var á gangi með hunda hennar, náðist á myndband. Tveir menn á hvítum bíl veittust að aðstoðarmanninum á miðvikudaginn og reyndu að ræna hundum söngkonunnar af honum. 26. febrúar 2021 11:21
Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06