Opið bréf til menntamálaráðherra: Fagþekkingin liggur hjá okkur Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar 28. apríl 2021 09:01 „Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms. Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu ásamt ráðherra undir samkomulag byggt á þessari vinnu. Ný reglugerð án samráðs Ári síðar kynnti ráðuneytið nýja reglugerð, byggða á markmiðum samkomulagsins, um vinnustaðanám nemenda í iðn- og tækninámi. Reglugerðin var kynnt án nokkurs samráðs við iðnfélögin, þvert á fyrri fyrirheit. Með reglugerðinni, sem tekur gildi í sumarlok, færist ábyrgðin á því að komast á námssamning frá nemendunum sjálfum yfir á skólana og skólarnir ábyrgjast að allir sem innritast í iðnnám komist hnökralaust í gegnum námið. Ef skólunum tekst ekki að koma nema á samning hjá iðnmeistara tekur svokölluð skólaleið við. Í henni felst að skólinn sér til þess að neminn fái þjálfun, jafnvel á fleiri en einum vinnustað. Við þessa breytingu er útlit fyrir að nemendum, sem ekki komast á hefðbundinn samning, verði gert að vinna kauplaust fyrir fyrirtæki. Með þessu er verið að ryðja braut félagslegra undirboða á íslenskum vinnumarkaði ― í boði menntamálaráðherra. Iðnnemar hafa alla tíð fengið greitt fyrir sína vinnu á meðan á námssamningi eða starfsþjálfun stendur. Fulltrúum iðnfélaganna voru kynnt drög að reglugerðinni í desember og þau skiluðu í kjölfarið sameiginlegri umsögn. Þar var farið yfir ýmis brýn álitamál, svo sem um innleiðingu rafrænnar ferilbókar sem kynnt er til leiks í reglugerðinni, mikilvæg samræmis á milli námsleiða og jafnræðis á milli fyrirtækja, sem ýmist greiða starfsnemum laun fyrir vinnu sína eða ekki eftir því hvor leiðin er farin. Reglugerðin gerir loks ráð fyrir því að horft verði til hæfni nemans fremur en vikufjölda við ákvörðun um lengd vinnustaðanámsins. Slíka grundvallarbreytingu þarf að hugsa til enda. Iðnfélögin fái rödd við borðið Iðnfélögin fagna allri vinnu sem miðar að því að styrkja iðn- og tækninám og viðleitni stjórnvalda til að fækka hindrunum og auka aðgengi að náminu. Nauðsynlegt er til frambúðar að tryggja fullnægjandi gæði námsins og eftirlit. Þar fara hagsmunir allra saman. Enginn þekkir betur en starfandi iðnaðarmenn hvaða færni nemendur í iðngreinum þurfa að tileinka sér. Þeir lifa og hrærast í faginu; hafa þekkingu á réttu handbragði, efnisvali og tæknilegum nýjungum, svo fátt eitt sé nefnt. Meistarakerfið hefur gegnt lykilhlutverki í menntun iðn- og tækninema á Íslandi og skilað þjóðinni iðnaðarmönnum í fremstu röð. Það er hinn almenni iðnaðarmaður sem tekur nema undir sinn verndarvæng á verkstað og leiðbeinir honum. Hætta er á að undan því kerfi verði grafið og fagmennsku fórnað, ef ekki er vandað betur til verka þegar kemur að breytingum. Það er af þessum sökum sem mikilvægt er að iðnfélögin fái rödd þar sem ákvarðanir um grundvallarbreytingar á námsfyrirkomulagi iðn- og tækninema eru teknar. Menntamálaráðherra hefur nú loksins, á lokametrum vinnunnar og þegar búið er að breyta fyrirkomulaginu með reglugerð, hleypt fulltrúum iðnaðarmanna að borðinu. Fagfélögunum á Stórhöfða 29-31 hefur verið boðið að leggja til fulltrúa í hópa sem eiga að undirbúa innleiðingu reglugerðarinnar. Það er ánægjuefni, enda er í mörg horn að líta. Iðnfélögin sinna hagsmunagæslu fyrir um 20 þúsund menntaða iðnaðarmenn og -konur á Íslandi. Það er löngu tímabært að fulltrúar þessa stóra og mikilvæga hóps komi með beinum hætti að mótun þessarar vinnu við framtíðarmótun iðnnáms á Íslandi. Höfundur er formaður MATVÍS, fyrir hönd stéttarfélaga í iðn- og tæknigreinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
„Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms. Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu ásamt ráðherra undir samkomulag byggt á þessari vinnu. Ný reglugerð án samráðs Ári síðar kynnti ráðuneytið nýja reglugerð, byggða á markmiðum samkomulagsins, um vinnustaðanám nemenda í iðn- og tækninámi. Reglugerðin var kynnt án nokkurs samráðs við iðnfélögin, þvert á fyrri fyrirheit. Með reglugerðinni, sem tekur gildi í sumarlok, færist ábyrgðin á því að komast á námssamning frá nemendunum sjálfum yfir á skólana og skólarnir ábyrgjast að allir sem innritast í iðnnám komist hnökralaust í gegnum námið. Ef skólunum tekst ekki að koma nema á samning hjá iðnmeistara tekur svokölluð skólaleið við. Í henni felst að skólinn sér til þess að neminn fái þjálfun, jafnvel á fleiri en einum vinnustað. Við þessa breytingu er útlit fyrir að nemendum, sem ekki komast á hefðbundinn samning, verði gert að vinna kauplaust fyrir fyrirtæki. Með þessu er verið að ryðja braut félagslegra undirboða á íslenskum vinnumarkaði ― í boði menntamálaráðherra. Iðnnemar hafa alla tíð fengið greitt fyrir sína vinnu á meðan á námssamningi eða starfsþjálfun stendur. Fulltrúum iðnfélaganna voru kynnt drög að reglugerðinni í desember og þau skiluðu í kjölfarið sameiginlegri umsögn. Þar var farið yfir ýmis brýn álitamál, svo sem um innleiðingu rafrænnar ferilbókar sem kynnt er til leiks í reglugerðinni, mikilvæg samræmis á milli námsleiða og jafnræðis á milli fyrirtækja, sem ýmist greiða starfsnemum laun fyrir vinnu sína eða ekki eftir því hvor leiðin er farin. Reglugerðin gerir loks ráð fyrir því að horft verði til hæfni nemans fremur en vikufjölda við ákvörðun um lengd vinnustaðanámsins. Slíka grundvallarbreytingu þarf að hugsa til enda. Iðnfélögin fái rödd við borðið Iðnfélögin fagna allri vinnu sem miðar að því að styrkja iðn- og tækninám og viðleitni stjórnvalda til að fækka hindrunum og auka aðgengi að náminu. Nauðsynlegt er til frambúðar að tryggja fullnægjandi gæði námsins og eftirlit. Þar fara hagsmunir allra saman. Enginn þekkir betur en starfandi iðnaðarmenn hvaða færni nemendur í iðngreinum þurfa að tileinka sér. Þeir lifa og hrærast í faginu; hafa þekkingu á réttu handbragði, efnisvali og tæknilegum nýjungum, svo fátt eitt sé nefnt. Meistarakerfið hefur gegnt lykilhlutverki í menntun iðn- og tækninema á Íslandi og skilað þjóðinni iðnaðarmönnum í fremstu röð. Það er hinn almenni iðnaðarmaður sem tekur nema undir sinn verndarvæng á verkstað og leiðbeinir honum. Hætta er á að undan því kerfi verði grafið og fagmennsku fórnað, ef ekki er vandað betur til verka þegar kemur að breytingum. Það er af þessum sökum sem mikilvægt er að iðnfélögin fái rödd þar sem ákvarðanir um grundvallarbreytingar á námsfyrirkomulagi iðn- og tækninema eru teknar. Menntamálaráðherra hefur nú loksins, á lokametrum vinnunnar og þegar búið er að breyta fyrirkomulaginu með reglugerð, hleypt fulltrúum iðnaðarmanna að borðinu. Fagfélögunum á Stórhöfða 29-31 hefur verið boðið að leggja til fulltrúa í hópa sem eiga að undirbúa innleiðingu reglugerðarinnar. Það er ánægjuefni, enda er í mörg horn að líta. Iðnfélögin sinna hagsmunagæslu fyrir um 20 þúsund menntaða iðnaðarmenn og -konur á Íslandi. Það er löngu tímabært að fulltrúar þessa stóra og mikilvæga hóps komi með beinum hætti að mótun þessarar vinnu við framtíðarmótun iðnnáms á Íslandi. Höfundur er formaður MATVÍS, fyrir hönd stéttarfélaga í iðn- og tæknigreinum á Íslandi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun