Deane Williams lenti á öxl ÍR-ingsins eftir eina troðsluna: „Orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 12:30 Deane Williams í leiknum á móti ÍR-ingum í Breiðholtinu í gær. Vísir/Vilhelm Deane Williams bauð upp á geggjaður troðslur og alvöru tölur í sigri á ÍR-ingum í gærköldi og fékk líka sitt pláss í Domino´s Körfuboltakvöldi. Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum