„Mér finnst eins og ég sé að eyðileggja kökuna sem ég er búin að baka,“ sagði Margrét Eir þegar hún byrjaði að fylla bollakökurnar og skreyta.
„Nei, þetta verður bara rosalega subbulegt,“ sagði Guðrún þegar hún fyllti sínar kökur.
Þær Margrét og Guðrún áttu í stökustu vandræðum með að hætta að kíkja á Evu Laufey en þættirnir ganga einmitt út á að snúa baki í hana og fylgja leiðbeiningum hennar í blindni.
„Hvað á ég að gera við ykkur?“ spurði Eva Laufey á einum tímapunkti.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum, þar sem kökurnar eru afhjúpaðar og sigurvegarinn valinn.
Uppskriftina úr þættinum má finna í fréttinni hér fyrir neðan.