Smáhús í Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2021 16:30 Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Heilbrigðismál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar