Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Snorri Másson skrifar 24. apríl 2021 22:04 Umrætt landssvæði við Skerjafjörð sést neðst á myndinni. Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. Ætla má að álíka margir ef ekki fleiri íbúar muni bætast við með nýju hverfi en búa þegar í Skerjafirði. Skipulagið felur í sér blandaða byggð með um 690 íbúðum, verslun, þjónustu og útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi allt að þrefaldist í hverfinu. Í samþykkt borgarráðs segir enn fremur að í Nýja-Skerjafirði verði reistur leik- og grunnskóli. Þar með verða grunnskólarnir orðnir fimm í Vesturbæ, sá nýjasti fyrir hverfi 102. Gamli og Nýi-Skerjafjörður.Reykjavíkurborg Íbúðirnar verða samkvæmt bókuninni af öllum stærðum og gerðum, m.a. undir hatti verkefnisins Hagkvæmt húsnæði þar sem byggt verður fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, ásamt því sem Bjarg byggir íbúðir fyrir sína félagsmenn og Félagsstofnun stúdenta fyrir stúdenta. Sérbýli og raðhús verða í nýja hverfinu og tengja þau nýja hverfið við gróna byggð í Skerjafirði, sem sjá má að markast af Skeljanesi á myndinni að ofan. Innar í nýja hverfinu verða námsmannaíbúðir og hagkvæmt húsnæði. Bílastæðakjarni mun þjóna allri fjölbýlishúsabyggðinni en raðhúsabyggð verður í öðrum hluta nýja hverfisins. Í hverfinu verður áhersla lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi, sbr. myndina að ofan, þar sem verður matvöruverslun og þjónusta á jarðhæð. Tillaga þessi var samþykkt í borgarráði með 12 atkvæðum gegn 9, eins og greint var frá í Stundinni í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn og í bókun þeirra sagði: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ Lögð er áhersla á umferð gangandi og hjólandi í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46 „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Ætla má að álíka margir ef ekki fleiri íbúar muni bætast við með nýju hverfi en búa þegar í Skerjafirði. Skipulagið felur í sér blandaða byggð með um 690 íbúðum, verslun, þjónustu og útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi allt að þrefaldist í hverfinu. Í samþykkt borgarráðs segir enn fremur að í Nýja-Skerjafirði verði reistur leik- og grunnskóli. Þar með verða grunnskólarnir orðnir fimm í Vesturbæ, sá nýjasti fyrir hverfi 102. Gamli og Nýi-Skerjafjörður.Reykjavíkurborg Íbúðirnar verða samkvæmt bókuninni af öllum stærðum og gerðum, m.a. undir hatti verkefnisins Hagkvæmt húsnæði þar sem byggt verður fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, ásamt því sem Bjarg byggir íbúðir fyrir sína félagsmenn og Félagsstofnun stúdenta fyrir stúdenta. Sérbýli og raðhús verða í nýja hverfinu og tengja þau nýja hverfið við gróna byggð í Skerjafirði, sem sjá má að markast af Skeljanesi á myndinni að ofan. Innar í nýja hverfinu verða námsmannaíbúðir og hagkvæmt húsnæði. Bílastæðakjarni mun þjóna allri fjölbýlishúsabyggðinni en raðhúsabyggð verður í öðrum hluta nýja hverfisins. Í hverfinu verður áhersla lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi, sbr. myndina að ofan, þar sem verður matvöruverslun og þjónusta á jarðhæð. Tillaga þessi var samþykkt í borgarráði með 12 atkvæðum gegn 9, eins og greint var frá í Stundinni í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn og í bókun þeirra sagði: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ Lögð er áhersla á umferð gangandi og hjólandi í Nýja-Skerjafirði.Reykjavíkurborg
Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46 „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15 Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 16. október 2020 18:46
„Samningurinn ekki pappírsins virði“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks Fólksins voru harðorðir í gagnrýni á nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. 6. júlí 2020 16:15
Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg. 7. júní 2020 15:41