Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 11:54 Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kolbeini en líkt og kunnugt er hafði hann áður sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það tókst hins vegar ekki en hann hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrr í þessum mánuði. „Mig langaði til að leiða einn af listum okkar í næstu kosningum, vildi hafa meiri áhrif. Þá var ég til í að breyta til og búa í öðru umhverfi en á höfuðborgarsvæðinu, en það er nægur tími til þess síðar á lífsleiðinni. Ég tók áhættu með þessu og hún gekk ekki upp. Samkeppnin var enda mikil við frábært fólk og efstu sæti listans skipa öflugar konur,“ segir í tilkynningu Kolbeins. Hann hefur setið á þingi síðan 2016 og hefur skipað annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Hann kveðst hafa fengið fjölda áskorana um að gefa kost á sér í Reykjavík. „Góðir og gegnir félagar skoruðu á mig opinberlega og enn fleiri hafa haft samband við mig persónulega. Frómt frá sagt varð ég undrandi og hrærður yfir viðbrögðunum. Mér þykir ótrúlega vænt um að fjöldi fólks hafi þá skoðun að ég eigi áfram heima á Alþingi og ég þakka auðmjúklega fyrir stuðninginn. Yfirlega síðustu vikna hefur leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég brenn enn af löngun til að starfa áfram á þingi fyrir VG. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa og hafa sýnt það á síðustu árum að ég sé öflugur liðsmaður. Ég vil vera það áfram og gef því kost á mér í 2. sætið á lista VG í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ skrifar Kolbeinn. „Yfirlega síðustu vikna hefur fært mér enn frekar heim sanninn um það, sem þó hefði átt að vera mér ljóst, að ég brenn enn fyrir pólitík. Ég hef löngun og vilja til að halda áfram að starfa með því góða fólki sem hefur leitt hreyfinguna og íslenskt samfélag síðustu ár. Ég er líka hrærður yfir þeim áskorunum sem ég hef fengið frá fjölda fólks um að bjóða mig fram til áframhaldandi starfa fyrir VG á Alþingi.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kolbeini en líkt og kunnugt er hafði hann áður sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það tókst hins vegar ekki en hann hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrr í þessum mánuði. „Mig langaði til að leiða einn af listum okkar í næstu kosningum, vildi hafa meiri áhrif. Þá var ég til í að breyta til og búa í öðru umhverfi en á höfuðborgarsvæðinu, en það er nægur tími til þess síðar á lífsleiðinni. Ég tók áhættu með þessu og hún gekk ekki upp. Samkeppnin var enda mikil við frábært fólk og efstu sæti listans skipa öflugar konur,“ segir í tilkynningu Kolbeins. Hann hefur setið á þingi síðan 2016 og hefur skipað annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Hann kveðst hafa fengið fjölda áskorana um að gefa kost á sér í Reykjavík. „Góðir og gegnir félagar skoruðu á mig opinberlega og enn fleiri hafa haft samband við mig persónulega. Frómt frá sagt varð ég undrandi og hrærður yfir viðbrögðunum. Mér þykir ótrúlega vænt um að fjöldi fólks hafi þá skoðun að ég eigi áfram heima á Alþingi og ég þakka auðmjúklega fyrir stuðninginn. Yfirlega síðustu vikna hefur leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég brenn enn af löngun til að starfa áfram á þingi fyrir VG. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa og hafa sýnt það á síðustu árum að ég sé öflugur liðsmaður. Ég vil vera það áfram og gef því kost á mér í 2. sætið á lista VG í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ skrifar Kolbeinn. „Yfirlega síðustu vikna hefur fært mér enn frekar heim sanninn um það, sem þó hefði átt að vera mér ljóst, að ég brenn enn fyrir pólitík. Ég hef löngun og vilja til að halda áfram að starfa með því góða fólki sem hefur leitt hreyfinguna og íslenskt samfélag síðustu ár. Ég er líka hrærður yfir þeim áskorunum sem ég hef fengið frá fjölda fólks um að bjóða mig fram til áframhaldandi starfa fyrir VG á Alþingi.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira