Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 08:00 Hermaður festir upp myndir af skipverjunum sem er saknað á töflu í stjórnstöð á Balí. Vísir/EPA Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum. Indónesíski herinn sagðist í gærkvöldi hafa fundið merki um fyrirbæri á fimmtíu til hundrað metra dýpi og hefði sent skip með hljóðsjá til þess að kanna hvort að þar sé á ferðinni KRI Nanggala 402-kafbáturinn sem hefur verið saknað frá því á miðvikudag. Talsmaður hersins segir að allt kapp verði lagt á að finna bátinn í dag þar sem talið sé að súrefnistankar hans tæmist í nótt. Sex herskip, þyrla og um fjögur hundruð manns hafa tekið þátt í leitinni til þessa. Stjórnvöld í Singapúr og Malasíu hafa sent skip til að aðstoða við leitina en Ástralir, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig boðið fram hjálp. Olíuslikja sem fannst á þeim slóðum þar sem talið er að kafbáturinn hafi kafað er sögð vísbending um að eldsneytistankur hans gæti hafa orðið fyrir hnjaski, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kafbáturinn er þýskur, smíðaður seint á 8. áratug síðustu aldar. Hann er einn fimm kafbáta indónesíska hersins og var tekinn í gegn í Suður-Kóreu árið 2012. Indónesía Bandaríkin Tengdar fréttir Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Indónesíski herinn sagðist í gærkvöldi hafa fundið merki um fyrirbæri á fimmtíu til hundrað metra dýpi og hefði sent skip með hljóðsjá til þess að kanna hvort að þar sé á ferðinni KRI Nanggala 402-kafbáturinn sem hefur verið saknað frá því á miðvikudag. Talsmaður hersins segir að allt kapp verði lagt á að finna bátinn í dag þar sem talið sé að súrefnistankar hans tæmist í nótt. Sex herskip, þyrla og um fjögur hundruð manns hafa tekið þátt í leitinni til þessa. Stjórnvöld í Singapúr og Malasíu hafa sent skip til að aðstoða við leitina en Ástralir, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig boðið fram hjálp. Olíuslikja sem fannst á þeim slóðum þar sem talið er að kafbáturinn hafi kafað er sögð vísbending um að eldsneytistankur hans gæti hafa orðið fyrir hnjaski, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kafbáturinn er þýskur, smíðaður seint á 8. áratug síðustu aldar. Hann er einn fimm kafbáta indónesíska hersins og var tekinn í gegn í Suður-Kóreu árið 2012.
Indónesía Bandaríkin Tengdar fréttir Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04