„Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 21:01 Á myndinni til vinstri má sjá hve bólgin Seia er í andlitinu nú samanborið við áður. Aðsend Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, er algjörlega ráðþrota og langþreytt eftir að hún lenti í því fyrir nokkrum mánuðum, eftir að dregin var úr henni tönn, að geta ekki lengur opnað munninn. Hún þjáist af heilkenni sem kallast trismus sem lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Þar að auki er hún mjög bólgin í andliti og er misslæm milli daga. „Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia. Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Sjá meira
„Ég er alveg ráðalaus núna. Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði. Ég get opnað hann bara um einn sentimetra. Þau sögðu mér á Landspítalanum að þetta væri trismus og það getur enginn hjálpað mér, engir læknar,“ segir Seia í samtali við Vísi. Tönnin var tekin úr henni í desember en síðan í janúar hefur hún varla getað opnað munninn. „Enginn á Íslandi virðist vita hvað þetta er eða hvernig á að bregðast við. Það virðist enginn vera með ráð. Það var tekin úr mér tönn í desember og út frá þessu kom eitthvað sem heitir trismus og á netinu er sagt að annað hvort læknist það ekki eða þú verðir bara að bíða og sjá,“ útskýrir Seia en hún segir ekki víst hvort ástand hennar megi rekja til einhverra mistaka sem kunni að hafa verið gerð við þá aðgerð. Tekur á andlega og líkamlega „Þau segja að ég eigi að fara í sjúkraþjálfun og þetta taki þolinmæði og tíma,“ segir Seia sem er algjörlega miður sín og ráðþrota. „Ég er með mína tækni við að reyna að borða en ég er orðin 51 kíló.“ Hún segir að til standi að senda hana í blóðprufur vegna bólgunnar í andlitinu en ennþá liggur ekkert fyrir varðandi hvað hægt er að gera varðandi munninn sem hún getur varla opnað. „Þau eru núna að rannsaka hvort bólgurnar í andlitinu eru út af því, það hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu. En þetta er svo skrítið því það virðist enginn vita neitt um þetta. Það eru allir sérfræðingar búnir að vera í málinu og það virðist ekkert vera hægt að gera,“ útskýrir Seia. „Það virðist bara vera eins og enginn á Íslandi hafi lent í þessu. Mig langar að vekja athygli á þessu, að svona lagað getur gerst og ég veit ekki hvað ég get verið lengi svona,“ útskýrir Seia. Hún hafi talað við lækni sem hafi sjálfur sagst þurfa að lesa sig til um þetta. „Það er eins og það sé engin reynsla eða þekking,“ segir Seia. Hvetur til vitundarvakningar Hún segist að mestu vera á fljótandi fæði en geti tuggið aðeins með framtönnunum. „Ég bara reyni eins og ég get,“ segir Seia. Hún vonast til þess að aukin umræða um trismus verði til þess að vekja fólk til vitundar og vonar að mögulega sé einhver sem geti hjálpað henni. „Ef það væri nú einhver einn þarna, einhvers staðar, sem hefur eitthvað að segja þá myndi það kannski koma sér vel fyrir mig. Ég er búin að vera hjá fullt af læknum og sérfræðingum og það er bara akkúrat ekkert búið að koma út úr því. Mér finnst ég svolítið vera eins og Palli einn í heiminum,“ segir Seia.
Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Sjá meira