Skoðun og staðreyndir Þórir Guðmundsson skrifar 23. apríl 2021 08:33 Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert á síðustu þremur árum eins og sjá má á Topplista Gallup. Á sama tíma hefur framboð á greinum stóraukist. Það sýnir okkur að sú áhersla sem við höfum sett undanfarið á gæði aðsendra greina hefur borið árangur. Þeir tímar, er skoðanasíða Vísis var fyrst og fremst vefbirtingastaður greina úr Fréttablaðinu, eru liðnir. Eftir aðskilnaðinn við Fréttablaðið hefur skoðanasíða Vísis vaxið og dafnað, öðlast eigið líf og er orðinn mikilvægur vettvangur lifandi samfélagsumræðu í landinu. Af því erum við gífurlega stolt. Ritstýrður vettvangur Við birtum flestar greinar en ekki allar. Við viljum tryggja ákveðin gæði. Greinar sem við birtum þurfa að standast almennar kröfur um málfar, stafsetningu, lengd, læsileika og sannleiksgildi staðhæfinga. Þær mega ekki vera í andstöðu við lög, þar á meðal ákvæði um hatursorðræðu og ærumeiðingar. Við birtum ekki greinar ef augljós tilgangur þeirra er að auglýsa vöru eða þjónustu. Skoðanahluti Vísis er vettvangur skoðanaskipta einstaklinga en ekki fréttatilkynninga, fræðigreina eða formlegra yfirlýsinga stofnana eða samtaka. Lesendur vefs þurfa að geta gengið að því sem vísu að efnisflokkurinn Skoðun innihaldi greinar þar sem fólk teflir fram sínum skoðunum. Veðurfréttir og vísindagreinar eiga þannig almennt ekki heima undir merkjum skoðunar – nema kannski ef um er að ræða skoðun á veðri eða vísindum. Þú mátt hafa þínar skoðanir en ekki þínar eigin staðreyndir Yfirleitt þarf ekki að fara mjög nákvæmlega yfir greinar fyrir birtingu. Langflestir þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og halda sig innan þeirra. Ein undantekning er þó, sem við höfum aðeins fundið fyrir, en það er þegar greinahöfundar sigla undir flaggi vísindalegrar nálgunar og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar– sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar eða staðlausa stafi í búningi fræðilegrar umfjöllunar. Og, frómt frá sagt, þá eru umsjónarmenn skoðanasíðu Vísis ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Að því sögðu, þá þurfa greinar almennt að geta staðist fljótlegt staðreyndatékk, hvort sem þær eru fræðigreinar eða ekki. Greinum hefur þannig verið hafnað til birtingar eftir að falla á fyrsta prófi þegar staðhæfingar eru sannreyndar, hlekkir skoðaðir og einföld leit á vefnum leiðir eitthvað allt annað í ljós en höfundur er að halda fram. Daniel Patrick Moynihan, virtur bandarískur þingmaður sem nú er látinn, sagði einhvern tíma, „Þú átt rétt á að hafa þínar skoðanir. En þú átt ekki rétt á að hafa þínar eigin staðreyndir.“ Það er góð regla. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Guðmundsson Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert á síðustu þremur árum eins og sjá má á Topplista Gallup. Á sama tíma hefur framboð á greinum stóraukist. Það sýnir okkur að sú áhersla sem við höfum sett undanfarið á gæði aðsendra greina hefur borið árangur. Þeir tímar, er skoðanasíða Vísis var fyrst og fremst vefbirtingastaður greina úr Fréttablaðinu, eru liðnir. Eftir aðskilnaðinn við Fréttablaðið hefur skoðanasíða Vísis vaxið og dafnað, öðlast eigið líf og er orðinn mikilvægur vettvangur lifandi samfélagsumræðu í landinu. Af því erum við gífurlega stolt. Ritstýrður vettvangur Við birtum flestar greinar en ekki allar. Við viljum tryggja ákveðin gæði. Greinar sem við birtum þurfa að standast almennar kröfur um málfar, stafsetningu, lengd, læsileika og sannleiksgildi staðhæfinga. Þær mega ekki vera í andstöðu við lög, þar á meðal ákvæði um hatursorðræðu og ærumeiðingar. Við birtum ekki greinar ef augljós tilgangur þeirra er að auglýsa vöru eða þjónustu. Skoðanahluti Vísis er vettvangur skoðanaskipta einstaklinga en ekki fréttatilkynninga, fræðigreina eða formlegra yfirlýsinga stofnana eða samtaka. Lesendur vefs þurfa að geta gengið að því sem vísu að efnisflokkurinn Skoðun innihaldi greinar þar sem fólk teflir fram sínum skoðunum. Veðurfréttir og vísindagreinar eiga þannig almennt ekki heima undir merkjum skoðunar – nema kannski ef um er að ræða skoðun á veðri eða vísindum. Þú mátt hafa þínar skoðanir en ekki þínar eigin staðreyndir Yfirleitt þarf ekki að fara mjög nákvæmlega yfir greinar fyrir birtingu. Langflestir þekkja þær óskráðu reglur sem gilda um skoðanaskipti og halda sig innan þeirra. Ein undantekning er þó, sem við höfum aðeins fundið fyrir, en það er þegar greinahöfundar sigla undir flaggi vísindalegrar nálgunar og reyna að koma skoðunum sínum á framfæri í formi fræðilegrar úttektar– sem stundum reynist ekkert sérstaklega fræðileg við nánari skoðun. Lesendur Vísis eiga heimtingu á lágmarksvirðingu fyrir staðreyndum; að þeim sé ekki boðið upp á rangar eða villandi staðhæfingar eða staðlausa stafi í búningi fræðilegrar umfjöllunar. Og, frómt frá sagt, þá eru umsjónarmenn skoðanasíðu Vísis ekki réttu aðilarnir til að staðreyna vísindalegar staðhæfingar. Að því sögðu, þá þurfa greinar almennt að geta staðist fljótlegt staðreyndatékk, hvort sem þær eru fræðigreinar eða ekki. Greinum hefur þannig verið hafnað til birtingar eftir að falla á fyrsta prófi þegar staðhæfingar eru sannreyndar, hlekkir skoðaðir og einföld leit á vefnum leiðir eitthvað allt annað í ljós en höfundur er að halda fram. Daniel Patrick Moynihan, virtur bandarískur þingmaður sem nú er látinn, sagði einhvern tíma, „Þú átt rétt á að hafa þínar skoðanir. En þú átt ekki rétt á að hafa þínar eigin staðreyndir.“ Það er góð regla. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun