Hugsjónir, hagsmunir, fólk og lýðræði Svavar Halldórsson skrifar 22. apríl 2021 12:01 Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til hægri. Þetta er líklega nokkuð rétt. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er það hlutverk ríkisvaldsins í samfélaginu sem er mest afgerandi áhrifaþátturinn. Miðað við það vilja vinstri menn mikil ríkisafskipti en hægri menn lítil. Fyrir utan þetta eru svo alls kyns aðrar hugsjónir eða skoðanir sem ganga þvert á þennan ás. Alls staðar í Evrópu hefur stuðningur við aðild að Evrópusambandinu verið þvers og kruss út frá hægri eða vinstri. Sama hefur verið upp á teningnum hér. Þjóðernishyggja er svo sérstakur kapítuli. Hagsmunir Allir stjórnmálaflokkar mótast að einhverju leyti af hagsmunum. Stundum aðeins lítið en oft á tíðum mikið. Við þekkjum vel flokka um allan heim sem hafa verið sérstaklega stofnaðir til að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, t.d. sem stjórnmálaarmar verkalýðsfélaga eða frelsishreyfinga. Sumir flokkar berjast fyrir sameiningu landssvæða en aðrir fyrir uppskiptingu. Sumir ganga erinda atvinnugreina eða jafnvel einstakra auð- eða valdamanna. En það er auðvitað misjafnt hvernig jafnvægi hugsjóna og hagsmuna er í hverjum flokki. Nánast allar stjórnmálahreyfingar mannkynssögunar eiga það þó sammerkt að huga vandlega að eigin hagsmunum. Fólk og lýðræði Stjórnmálamennirnir sjá svo um að standa vörð um hagsmuni eða koma hugsjónunum í verk. Þeir eru auðvitað margir og misjafnir. Hjá sumum þeirra vega hugsjónirnar þungt en hjá öðrum eru það hagsmunirnir. Allt er þetta hluti af lýðræðiskerfinu. En við kjósendur sem þurfum að taka allt þetta með í reikninginn, hugsjónir, hagsmuni og frambjóðendur. Svo veljum við skástu samsetninguna út frá okkar persónulegu mælikvörðum. Þannig virkar lýðræðið. Það er ekki fullkomið en þó það skásta sem við höfum. Gleðilegt sumar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Svavar Halldórsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til hægri. Þetta er líklega nokkuð rétt. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er það hlutverk ríkisvaldsins í samfélaginu sem er mest afgerandi áhrifaþátturinn. Miðað við það vilja vinstri menn mikil ríkisafskipti en hægri menn lítil. Fyrir utan þetta eru svo alls kyns aðrar hugsjónir eða skoðanir sem ganga þvert á þennan ás. Alls staðar í Evrópu hefur stuðningur við aðild að Evrópusambandinu verið þvers og kruss út frá hægri eða vinstri. Sama hefur verið upp á teningnum hér. Þjóðernishyggja er svo sérstakur kapítuli. Hagsmunir Allir stjórnmálaflokkar mótast að einhverju leyti af hagsmunum. Stundum aðeins lítið en oft á tíðum mikið. Við þekkjum vel flokka um allan heim sem hafa verið sérstaklega stofnaðir til að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, t.d. sem stjórnmálaarmar verkalýðsfélaga eða frelsishreyfinga. Sumir flokkar berjast fyrir sameiningu landssvæða en aðrir fyrir uppskiptingu. Sumir ganga erinda atvinnugreina eða jafnvel einstakra auð- eða valdamanna. En það er auðvitað misjafnt hvernig jafnvægi hugsjóna og hagsmuna er í hverjum flokki. Nánast allar stjórnmálahreyfingar mannkynssögunar eiga það þó sammerkt að huga vandlega að eigin hagsmunum. Fólk og lýðræði Stjórnmálamennirnir sjá svo um að standa vörð um hagsmuni eða koma hugsjónunum í verk. Þeir eru auðvitað margir og misjafnir. Hjá sumum þeirra vega hugsjónirnar þungt en hjá öðrum eru það hagsmunirnir. Allt er þetta hluti af lýðræðiskerfinu. En við kjósendur sem þurfum að taka allt þetta með í reikninginn, hugsjónir, hagsmuni og frambjóðendur. Svo veljum við skástu samsetninguna út frá okkar persónulegu mælikvörðum. Þannig virkar lýðræðið. Það er ekki fullkomið en þó það skásta sem við höfum. Gleðilegt sumar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun