Hugsjónir, hagsmunir, fólk og lýðræði Svavar Halldórsson skrifar 22. apríl 2021 12:01 Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til hægri. Þetta er líklega nokkuð rétt. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er það hlutverk ríkisvaldsins í samfélaginu sem er mest afgerandi áhrifaþátturinn. Miðað við það vilja vinstri menn mikil ríkisafskipti en hægri menn lítil. Fyrir utan þetta eru svo alls kyns aðrar hugsjónir eða skoðanir sem ganga þvert á þennan ás. Alls staðar í Evrópu hefur stuðningur við aðild að Evrópusambandinu verið þvers og kruss út frá hægri eða vinstri. Sama hefur verið upp á teningnum hér. Þjóðernishyggja er svo sérstakur kapítuli. Hagsmunir Allir stjórnmálaflokkar mótast að einhverju leyti af hagsmunum. Stundum aðeins lítið en oft á tíðum mikið. Við þekkjum vel flokka um allan heim sem hafa verið sérstaklega stofnaðir til að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, t.d. sem stjórnmálaarmar verkalýðsfélaga eða frelsishreyfinga. Sumir flokkar berjast fyrir sameiningu landssvæða en aðrir fyrir uppskiptingu. Sumir ganga erinda atvinnugreina eða jafnvel einstakra auð- eða valdamanna. En það er auðvitað misjafnt hvernig jafnvægi hugsjóna og hagsmuna er í hverjum flokki. Nánast allar stjórnmálahreyfingar mannkynssögunar eiga það þó sammerkt að huga vandlega að eigin hagsmunum. Fólk og lýðræði Stjórnmálamennirnir sjá svo um að standa vörð um hagsmuni eða koma hugsjónunum í verk. Þeir eru auðvitað margir og misjafnir. Hjá sumum þeirra vega hugsjónirnar þungt en hjá öðrum eru það hagsmunirnir. Allt er þetta hluti af lýðræðiskerfinu. En við kjósendur sem þurfum að taka allt þetta með í reikninginn, hugsjónir, hagsmuni og frambjóðendur. Svo veljum við skástu samsetninguna út frá okkar persónulegu mælikvörðum. Þannig virkar lýðræðið. Það er ekki fullkomið en þó það skásta sem við höfum. Gleðilegt sumar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Svavar Halldórsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk. Hugsjónir Rannsóknir stjórnmálafræðinga sýna að flestir telja sig ágætlega til þess bæra að raða stjórnmálaöflum á kvarða frá vinstri til hægri. Þetta er líklega nokkuð rétt. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er það hlutverk ríkisvaldsins í samfélaginu sem er mest afgerandi áhrifaþátturinn. Miðað við það vilja vinstri menn mikil ríkisafskipti en hægri menn lítil. Fyrir utan þetta eru svo alls kyns aðrar hugsjónir eða skoðanir sem ganga þvert á þennan ás. Alls staðar í Evrópu hefur stuðningur við aðild að Evrópusambandinu verið þvers og kruss út frá hægri eða vinstri. Sama hefur verið upp á teningnum hér. Þjóðernishyggja er svo sérstakur kapítuli. Hagsmunir Allir stjórnmálaflokkar mótast að einhverju leyti af hagsmunum. Stundum aðeins lítið en oft á tíðum mikið. Við þekkjum vel flokka um allan heim sem hafa verið sérstaklega stofnaðir til að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, t.d. sem stjórnmálaarmar verkalýðsfélaga eða frelsishreyfinga. Sumir flokkar berjast fyrir sameiningu landssvæða en aðrir fyrir uppskiptingu. Sumir ganga erinda atvinnugreina eða jafnvel einstakra auð- eða valdamanna. En það er auðvitað misjafnt hvernig jafnvægi hugsjóna og hagsmuna er í hverjum flokki. Nánast allar stjórnmálahreyfingar mannkynssögunar eiga það þó sammerkt að huga vandlega að eigin hagsmunum. Fólk og lýðræði Stjórnmálamennirnir sjá svo um að standa vörð um hagsmuni eða koma hugsjónunum í verk. Þeir eru auðvitað margir og misjafnir. Hjá sumum þeirra vega hugsjónirnar þungt en hjá öðrum eru það hagsmunirnir. Allt er þetta hluti af lýðræðiskerfinu. En við kjósendur sem þurfum að taka allt þetta með í reikninginn, hugsjónir, hagsmuni og frambjóðendur. Svo veljum við skástu samsetninguna út frá okkar persónulegu mælikvörðum. Þannig virkar lýðræðið. Það er ekki fullkomið en þó það skásta sem við höfum. Gleðilegt sumar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun