Skarphéðinn stýrir starfshópi um uppbyggingu á gosstöðvum Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2021 13:39 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri mun stýra vinnu starfshópsins. Vísir/Birgir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri mun stýra starfshópi sem verður falið að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma. Á vef ráðuneytis ferðamála segir að í hópnum munu eiga sæti fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum auk ferðamálastjóra. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra að á meðan gosið standi verði áframhaldandi aðsókn að svæðinu en eftir að því ljúki megi gera ráð fyrir að það verði vinsæll áfangastaður ferðamanna til frambúðar og að þetta svæði verði fjölsóttur ferðamannastaður. „Öll þessi uppbygging þarf að þola álag ferðamanna allan ársins hring og þarf að skoða hvernig tryggja megi öryggi ferðamanna og upplýsingamiðlun til þeirra auk þess sem huga þarf að aðgangsstýringu,“ segir Þórdís Kolbrún. Hópnum er ætlað að skila frumtillögum sínum til starfshóps til verndar innviðum vegna eldsumbrota á Reykjanesi, sem stýrt er af ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, eigi siðar en 30. apríl nk. Lokatillögur hópsins skulu liggja fyrir eigi síðar en 31. ágúst nk. „Nú þegar hefur verið gripið til bráðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem veitt hefur verið fé af fjárheimild Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar á svæðinu. Mikilvægt er hins vegar að hugað verði að fyrirkomulagi á svæðinu til langs tíma en jafnframt að gripið verði til nauðsynlegra bráðaaðgerða og skýrari mynd fengin á aðkomu ólíkra aðila til frambúðar. Svæðið sem um ræðir er allt í eigu einkaaðila og réttur og hagsmunir þeirra miklir en á sama hátt eru hagsmunir samfélagsins miklir, bæði hvað varðar aðgang heimamanna að svæðinu og uppbyggingu ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennska á Íslandi Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Á vef ráðuneytis ferðamála segir að í hópnum munu eiga sæti fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum auk ferðamálastjóra. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra að á meðan gosið standi verði áframhaldandi aðsókn að svæðinu en eftir að því ljúki megi gera ráð fyrir að það verði vinsæll áfangastaður ferðamanna til frambúðar og að þetta svæði verði fjölsóttur ferðamannastaður. „Öll þessi uppbygging þarf að þola álag ferðamanna allan ársins hring og þarf að skoða hvernig tryggja megi öryggi ferðamanna og upplýsingamiðlun til þeirra auk þess sem huga þarf að aðgangsstýringu,“ segir Þórdís Kolbrún. Hópnum er ætlað að skila frumtillögum sínum til starfshóps til verndar innviðum vegna eldsumbrota á Reykjanesi, sem stýrt er af ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, eigi siðar en 30. apríl nk. Lokatillögur hópsins skulu liggja fyrir eigi síðar en 31. ágúst nk. „Nú þegar hefur verið gripið til bráðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem veitt hefur verið fé af fjárheimild Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar á svæðinu. Mikilvægt er hins vegar að hugað verði að fyrirkomulagi á svæðinu til langs tíma en jafnframt að gripið verði til nauðsynlegra bráðaaðgerða og skýrari mynd fengin á aðkomu ólíkra aðila til frambúðar. Svæðið sem um ræðir er allt í eigu einkaaðila og réttur og hagsmunir þeirra miklir en á sama hátt eru hagsmunir samfélagsins miklir, bæði hvað varðar aðgang heimamanna að svæðinu og uppbyggingu ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent