Sex þjálfarar hjá Víkingi komnir í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 13:02 Málið tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. Vísir/vilhelm Sex þjálfarar hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi eru komnir í sóttkví, þar af tveir vegna beinna tengsla við einstakling af leikskólanum Jörfa þar sem upp kom hópsmit. Hinir fjórir þjálfararnir eru starfsmenn skóla eða frístundaheimila í hverfinu og hafa verið sendir í sóttkví af stjórnendum í varúðarskyni. Frá þessu er greint í tilkynningu Víkings til foreldra en ekkert smit hefur greinst innan veggja félagsins. „Félagið óskaði eftir svörum frá smitrakningarteyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endurmetin. Svörin voru mjög skýr - engin smitrakning á sér stað í tengslum við starfsemi félagsins og því ekki ástæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leikskólum í hverfinu.“ Munu æfingar því halda áfram en ekki verður notast við búningsklefa. Þá hefur félagið tekið ákvörðun um að fella niður allan rútuakstur þessa vikuna þar sem blöndun nemenda sé mikil. Minnst 36 greinst í tengslum við Jörfa Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafi greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Meðal þeirra er nemandi við Sæmundarskóla sem er barn starfsmanns í Jörfa. Fram hefur komið að hópsýkinguna megi rekja til landamærasmita og þess að óvarlega hafi verið farið í sóttkví. 27 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 25 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að ráðist verði í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp séu komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð. Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Víkingur Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Hinir fjórir þjálfararnir eru starfsmenn skóla eða frístundaheimila í hverfinu og hafa verið sendir í sóttkví af stjórnendum í varúðarskyni. Frá þessu er greint í tilkynningu Víkings til foreldra en ekkert smit hefur greinst innan veggja félagsins. „Félagið óskaði eftir svörum frá smitrakningarteyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endurmetin. Svörin voru mjög skýr - engin smitrakning á sér stað í tengslum við starfsemi félagsins og því ekki ástæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leikskólum í hverfinu.“ Munu æfingar því halda áfram en ekki verður notast við búningsklefa. Þá hefur félagið tekið ákvörðun um að fella niður allan rútuakstur þessa vikuna þar sem blöndun nemenda sé mikil. Minnst 36 greinst í tengslum við Jörfa Fjórtán nemendur Jörfa og sextán starfsmenn hafi greinst með Covid-19 auk sex sem hafa fjölskyldutengsl við aðra á leikskólanum. Meðal þeirra er nemandi við Sæmundarskóla sem er barn starfsmanns í Jörfa. Fram hefur komið að hópsýkinguna megi rekja til landamærasmita og þess að óvarlega hafi verið farið í sóttkví. 27 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 25 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að ráðist verði í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp séu komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Víkingur Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Hyggjast ráðast í víðtækar skimanir Ráðast á í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu og sömuleiðis handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. 19. apríl 2021 11:22
Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15
Leikskólakennarar muni sennilega ganga fyrir í bólusetningu Skýr vilji er meðal skólastjórnenda til að forgangsraða starfsmönnum leikskóla þegar kemur að bólusetningu skólastarfsmanna. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en nokkur umræða hefur spunnist um forgangsröðun bólusetninga við Covid-19 eftir að greint var frá hópsýkingu á leikskólanum Jörfa um helgina. 19. apríl 2021 11:37