Þrettán í sóttkví vegna smits í Krónunni: „Það fór strax allt í gang hjá okkur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 10:59 Ásta segir fyrirtækið hafa unnið markvisst að því að upplýsa starfsmenn sem eru af erlendum uppruna um skimunina vegna Covid-19, að hún sé aðgengileg og gjaldfrjáls. Vísir/Egill Þrettán starfsmenn Krónunnar eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður verslanakeðjunar í Austurveri greindist með Covid-19 í gær. Smitið tengist því hópsmitinu sem upp er komið á leikskólanum Jöfra. Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, var starfsmaðurinn ekki með einkenni og algjörlega grunlaus þegar smitrakningarteymið hafði samband við hann seint á laugardag. Starfsmaðurinn fór í skimun á í gær og fékk niðurstöðurnar í gærkvöldi. Hann lét yfirmenn sína hjá Krónunni samstundis vita og unnið var að sótthreinsun í versluninni fram eftir nóttu. „Það fór strax allt í gang hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggur af stöðunni, þar sem starfsmenn séu með grímur og þá séu aukin þrif í verslununum vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn annar starfsmaður sé með einkenni eins og er en öllum sem voru í tengslum við smitaða starfsmanninn hafi verið bent á að fara í sóttkví og skimun. „Við erum í mjög góðum samskiptum,“ segir hún um starfsmannahópinn og smitrakningarteymið. Viðkomandi er hlutastarfsmaður hjá Krónunni og var að störfum í versluninni í Austurveri seinnipart dags miðvikudag, föstudag og laugardag. Ásta segir smitrakningateymið ekki hafa talið ástæðu til að vara viðskiptavini sérstaklega við, þar sem ítrustu sóttvarna hefur verið gætt í verslununum. Farið sé að tillögum teymisins í einu og öllu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Verslun Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Þrettán starfsmenn Krónunnar eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður verslanakeðjunar í Austurveri greindist með Covid-19 í gær. Smitið tengist því hópsmitinu sem upp er komið á leikskólanum Jöfra. Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, var starfsmaðurinn ekki með einkenni og algjörlega grunlaus þegar smitrakningarteymið hafði samband við hann seint á laugardag. Starfsmaðurinn fór í skimun á í gær og fékk niðurstöðurnar í gærkvöldi. Hann lét yfirmenn sína hjá Krónunni samstundis vita og unnið var að sótthreinsun í versluninni fram eftir nóttu. „Það fór strax allt í gang hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggur af stöðunni, þar sem starfsmenn séu með grímur og þá séu aukin þrif í verslununum vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn annar starfsmaður sé með einkenni eins og er en öllum sem voru í tengslum við smitaða starfsmanninn hafi verið bent á að fara í sóttkví og skimun. „Við erum í mjög góðum samskiptum,“ segir hún um starfsmannahópinn og smitrakningarteymið. Viðkomandi er hlutastarfsmaður hjá Krónunni og var að störfum í versluninni í Austurveri seinnipart dags miðvikudag, föstudag og laugardag. Ásta segir smitrakningateymið ekki hafa talið ástæðu til að vara viðskiptavini sérstaklega við, þar sem ítrustu sóttvarna hefur verið gætt í verslununum. Farið sé að tillögum teymisins í einu og öllu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Verslun Reykjavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira