Þrettán í sóttkví vegna smits í Krónunni: „Það fór strax allt í gang hjá okkur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 10:59 Ásta segir fyrirtækið hafa unnið markvisst að því að upplýsa starfsmenn sem eru af erlendum uppruna um skimunina vegna Covid-19, að hún sé aðgengileg og gjaldfrjáls. Vísir/Egill Þrettán starfsmenn Krónunnar eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður verslanakeðjunar í Austurveri greindist með Covid-19 í gær. Smitið tengist því hópsmitinu sem upp er komið á leikskólanum Jöfra. Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, var starfsmaðurinn ekki með einkenni og algjörlega grunlaus þegar smitrakningarteymið hafði samband við hann seint á laugardag. Starfsmaðurinn fór í skimun á í gær og fékk niðurstöðurnar í gærkvöldi. Hann lét yfirmenn sína hjá Krónunni samstundis vita og unnið var að sótthreinsun í versluninni fram eftir nóttu. „Það fór strax allt í gang hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggur af stöðunni, þar sem starfsmenn séu með grímur og þá séu aukin þrif í verslununum vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn annar starfsmaður sé með einkenni eins og er en öllum sem voru í tengslum við smitaða starfsmanninn hafi verið bent á að fara í sóttkví og skimun. „Við erum í mjög góðum samskiptum,“ segir hún um starfsmannahópinn og smitrakningarteymið. Viðkomandi er hlutastarfsmaður hjá Krónunni og var að störfum í versluninni í Austurveri seinnipart dags miðvikudag, föstudag og laugardag. Ásta segir smitrakningateymið ekki hafa talið ástæðu til að vara viðskiptavini sérstaklega við, þar sem ítrustu sóttvarna hefur verið gætt í verslununum. Farið sé að tillögum teymisins í einu og öllu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Verslun Reykjavík Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Þrettán starfsmenn Krónunnar eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður verslanakeðjunar í Austurveri greindist með Covid-19 í gær. Smitið tengist því hópsmitinu sem upp er komið á leikskólanum Jöfra. Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, var starfsmaðurinn ekki með einkenni og algjörlega grunlaus þegar smitrakningarteymið hafði samband við hann seint á laugardag. Starfsmaðurinn fór í skimun á í gær og fékk niðurstöðurnar í gærkvöldi. Hann lét yfirmenn sína hjá Krónunni samstundis vita og unnið var að sótthreinsun í versluninni fram eftir nóttu. „Það fór strax allt í gang hjá okkur,“ segir Ásta. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggur af stöðunni, þar sem starfsmenn séu með grímur og þá séu aukin þrif í verslununum vegna kórónuveirufaraldursins. Enginn annar starfsmaður sé með einkenni eins og er en öllum sem voru í tengslum við smitaða starfsmanninn hafi verið bent á að fara í sóttkví og skimun. „Við erum í mjög góðum samskiptum,“ segir hún um starfsmannahópinn og smitrakningarteymið. Viðkomandi er hlutastarfsmaður hjá Krónunni og var að störfum í versluninni í Austurveri seinnipart dags miðvikudag, föstudag og laugardag. Ásta segir smitrakningateymið ekki hafa talið ástæðu til að vara viðskiptavini sérstaklega við, þar sem ítrustu sóttvarna hefur verið gætt í verslununum. Farið sé að tillögum teymisins í einu og öllu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Verslun Reykjavík Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira