Hyllir undir skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi Halla Þorvaldsdóttir skrifar 17. apríl 2021 10:30 Í umræðum á Alþingi þann 3. mars sl. kom fram í máli heilbrigðisráherra að skipulögð skimun fyrir ristilkrabbameini er í undirbúningi og að á fjárlögum þessa árs eru ætlaðar til hennar 70 milljónir kr. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir því að skimunin hefjist hér á landi og fagnar því mjög að hún sé nú að verða að veruleika. Ristilskimun hefur ítrekað verið til umræðu á Alþingi sl. 20 ár og frá og með árinu 2018 verið ætlað 70 milljónum til hennar á fjárlögum. Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna og margra Evrópulanda hvað þessa skimun varðar en hún er ein þriggja krabbameinsskimana sem alþjóðastofnanir mæla með. Krabbamein í ristli og endaþarmi er annað algengasta krabbameinið á Íslandi en undanfarin fimm ár hafa á hverju ári að meðaltali greinst 187 mein hér á landi og 68 látist úr þeim. Árið 2016 styrkti velferðarráðuneytið Krabbameinsfélagið um 25 milljónir til að undirbúa umrædda skimun og félagið lagði að auki 20 milljónir í verkið með stuðningi Okkar líf. Sérfræðilæknir var ráðinn til að undirbúa verkefnið, þróaður var hugbúnaður og keyptur nauðsynlegur tækjabúnaður. Af hálfu ráðuneytisins stóð til að hefja skimunina haustið 2017 á grundvelli undirbúningsins en af því hefur enn ekki orðið. Krabbameinsfélagið hefur sent heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn og óskað eftir tímasettri áætlun fyrir verkefnið. Vonandi sýnir áætlunin að skimunin hefjist á þessu ári. Það væri frábær áfangi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi þann 3. mars sl. kom fram í máli heilbrigðisráherra að skipulögð skimun fyrir ristilkrabbameini er í undirbúningi og að á fjárlögum þessa árs eru ætlaðar til hennar 70 milljónir kr. Krabbameinsfélagið hefur lengi barist fyrir því að skimunin hefjist hér á landi og fagnar því mjög að hún sé nú að verða að veruleika. Ristilskimun hefur ítrekað verið til umræðu á Alþingi sl. 20 ár og frá og með árinu 2018 verið ætlað 70 milljónum til hennar á fjárlögum. Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna og margra Evrópulanda hvað þessa skimun varðar en hún er ein þriggja krabbameinsskimana sem alþjóðastofnanir mæla með. Krabbamein í ristli og endaþarmi er annað algengasta krabbameinið á Íslandi en undanfarin fimm ár hafa á hverju ári að meðaltali greinst 187 mein hér á landi og 68 látist úr þeim. Árið 2016 styrkti velferðarráðuneytið Krabbameinsfélagið um 25 milljónir til að undirbúa umrædda skimun og félagið lagði að auki 20 milljónir í verkið með stuðningi Okkar líf. Sérfræðilæknir var ráðinn til að undirbúa verkefnið, þróaður var hugbúnaður og keyptur nauðsynlegur tækjabúnaður. Af hálfu ráðuneytisins stóð til að hefja skimunina haustið 2017 á grundvelli undirbúningsins en af því hefur enn ekki orðið. Krabbameinsfélagið hefur sent heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn og óskað eftir tímasettri áætlun fyrir verkefnið. Vonandi sýnir áætlunin að skimunin hefjist á þessu ári. Það væri frábær áfangi. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun