Viðskipti innlent

Raque­lita Rós og Þór­hildur Rún nýir for­stöðu­menn hjá Isavia

Atli Ísleifsson skrifar
Raquelita Rós Aguila og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir.
Raquelita Rós Aguila og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir. Isavia

Raquelita Rós Aguilar og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hafa verið ráðnar sem nýir forstöðumenn hjá Isavia.

Í tilkynningu frá Isavia segir að Raquelita Rós hafi verið ráðin forstöðumaður stafrænnar þróunar og Þórhildur Rún forstöðumaður viðskipta og markaðsmála.

„Raquelita er með BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðustu þrjú ár hefur hún gegnt stöðu framkvæmdastjóra Stokks hugbúnaðarhúss en þar á undan sinnti hún fjölbreyttum stjórnunarstöðum hjá því félagi.

Raquelita hefur þróað og stýrt hönnunarsprettum með stærstu fyrirtækjum landsins og hefur aðstoðað fyrirtækin við skilgreiningu á hugbúnaði eða stafrænni vegferð. Hún er reyndur stjórnandi og hefur mikla tækniþekkingu sem mun nýtast vel í uppbyggingu upplýsingatækni hjá Isavia.

Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hefur hafið störf sem forstöðumaður viðskipta og markaðsmála hjá Isavia. Þórhildur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Síðustu ár starfaði hún sem framkvæmdastjóri m.a. hjá Nortek frá 2017 og Atlantik lögmannsstofu en áður sem vörustjóri og sérfræðingur á markaðsdeild Símans. Þórhildur stýrir nýrri viðskipta- og markaðseiningu sem ber ábyrgð á óflugtengdum tekjum Keflavíkurflugvallar, t.a.m. af verslunum, veitingum og samgöngum. Rekstrarreynsla Þórhildar mun m.a. nýtast við öflun viðskiptatekna og viðskiptaþróunar til að styrkja samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar, bæta upplifun og ánægju farþega og viðskiptafélaga,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×