Hjá „kirkjunnar“ mönnum Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. apríl 2021 08:30 Hér á Vísi var í vikunni sagt frá tveimur hressum prestum austur á landi sem halda úti Kirkjucasti. Þar ræða þeir ýmis mál, s.s um kynlíf, sjálfsfróun og annað sem þeir segja að sé tabú innan kirkjunnar og að stöðva þurfi þöggunarmenningu. Allt gott og gilt og blaðamaðurinn knái Jakob Bjarnar klikkir síðan út með því að segja að hitt og þetta eigi ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Eins og nánast alltaf, er kirkjan sett undir einn og sama hatt. Prestarnir ungu eiga vitanlega við þjóðkirkjuna sem þeir starfa hjá. Við sem kjósum að tilheyra Fríkirkjusöfnuðum megum stöðugt sitja undir kirkjan þetta og kirkjan hitt, þegar í raun er verið er að tala um málefni þjóðkirkjunnar. En Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon er alls varnað, enda augljóslega hræddir við að stíga á einhverjar tær þegar þeir taka það fram að með hlaðvarpi sínu séu þeir ekki að gefa út afstöðu (þjóð)kirkjunnar. Fríkirkjuprestarnir í Hafnarfirði ypptu öxlum þegar þeir voru spurðir um hinn fræga Trans-Jesú á sunnudagaskólaplakatinu. Söfnuðurinn fór heldur ekki af hjörunum og starfið hélt bara áfram í kristilegum náungakærleika eins og það hefur alltaf gert. Fríkirkjan í Hafnarfirði er nefnilega frjáls gerða sinni og lýtur ekki valdi ofan frá. Söfnuðurinn sjálfur ræður för og hann vill að kirkjan sín kallist á við núið, takist á við þær kviku breytingar sem verða á samfélagi mannana á hverjum tíma. Mikið er lagt upp úr fermingarfræðslunni í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Að þar sé fengist við spurningar um lífið og tilveruna á krefjandi en líka uppbyggilegan hátt, þar sem foreldrar taka virkan þátt. Kannski er það einmitt þess vegna, sem að 160-170 ungmenni kjósa að fermast frá Fríkirkjunni ár hvert. Trúarlífi og kristindómnum er mætt eftir þörfum hvers og eins. Þannig er það í Fríkirkjunni. Þar eru allir jafnir og kirkjan stendur fólki opin jafnt í gleði sem sorg. Þó Fríkirkjusöfnuðurinn sé staðsettur í Hafnarfirði er hann líka fyrir aðra og af þeim um 7.500 sem nú tilheyra kirkjunni eru fjölmargir sem búa annars staðar á landinu eða jafnvel í útlöndum. Kirkjucastið er nú samt flott og áfram Benjamín og Dagur! Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á Vísi var í vikunni sagt frá tveimur hressum prestum austur á landi sem halda úti Kirkjucasti. Þar ræða þeir ýmis mál, s.s um kynlíf, sjálfsfróun og annað sem þeir segja að sé tabú innan kirkjunnar og að stöðva þurfi þöggunarmenningu. Allt gott og gilt og blaðamaðurinn knái Jakob Bjarnar klikkir síðan út með því að segja að hitt og þetta eigi ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Eins og nánast alltaf, er kirkjan sett undir einn og sama hatt. Prestarnir ungu eiga vitanlega við þjóðkirkjuna sem þeir starfa hjá. Við sem kjósum að tilheyra Fríkirkjusöfnuðum megum stöðugt sitja undir kirkjan þetta og kirkjan hitt, þegar í raun er verið er að tala um málefni þjóðkirkjunnar. En Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon er alls varnað, enda augljóslega hræddir við að stíga á einhverjar tær þegar þeir taka það fram að með hlaðvarpi sínu séu þeir ekki að gefa út afstöðu (þjóð)kirkjunnar. Fríkirkjuprestarnir í Hafnarfirði ypptu öxlum þegar þeir voru spurðir um hinn fræga Trans-Jesú á sunnudagaskólaplakatinu. Söfnuðurinn fór heldur ekki af hjörunum og starfið hélt bara áfram í kristilegum náungakærleika eins og það hefur alltaf gert. Fríkirkjan í Hafnarfirði er nefnilega frjáls gerða sinni og lýtur ekki valdi ofan frá. Söfnuðurinn sjálfur ræður för og hann vill að kirkjan sín kallist á við núið, takist á við þær kviku breytingar sem verða á samfélagi mannana á hverjum tíma. Mikið er lagt upp úr fermingarfræðslunni í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Að þar sé fengist við spurningar um lífið og tilveruna á krefjandi en líka uppbyggilegan hátt, þar sem foreldrar taka virkan þátt. Kannski er það einmitt þess vegna, sem að 160-170 ungmenni kjósa að fermast frá Fríkirkjunni ár hvert. Trúarlífi og kristindómnum er mætt eftir þörfum hvers og eins. Þannig er það í Fríkirkjunni. Þar eru allir jafnir og kirkjan stendur fólki opin jafnt í gleði sem sorg. Þó Fríkirkjusöfnuðurinn sé staðsettur í Hafnarfirði er hann líka fyrir aðra og af þeim um 7.500 sem nú tilheyra kirkjunni eru fjölmargir sem búa annars staðar á landinu eða jafnvel í útlöndum. Kirkjucastið er nú samt flott og áfram Benjamín og Dagur! Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun