Svartur listi rauða drekans Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 15. apríl 2021 19:00 Íslenskur lögfræðingur hefur nú verið settur á svartan lista hjá stjórnvöldum í Kína og í kjölfarið fær maðurinn, Jónas Haraldsson, ekki að stíga fæti á kínverska grundu og verða allir þeir fjármunir (sem hann er eflaust með) í Kína einnig frystir. Þessum þvingunaraðgerðum var beitt í kjölfar gagnrýnispistla sem Jónas hefur gefið frá sér í Morgunblaðinu í tengslum við umgegni á fasteign sem var í eigu kínverska sendiráðsins og annarra greina sem tengjast bæði Covid-19 og kínverskum ferðamönnum. Það sem vekur athygli á þessum aðgerðum er að greinarnar sjálfar voru birtar á löngu tímabili og til dæmis kom sú elsta út í maí 2019, en kínversk stjórnvöld ákváðu núna nýlega að láta til skarar skríða. Undir öllum öðrum kringumstæðum væri tímasetningin á þessum aðgerðum einkennileg. Hins vegar er útlit fyrir að íslensk stjórnvöld séu mögulega að fara taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn kínverskum lögaðilum og einstaklingum sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Xinjiang-héraði. Þessi ákvörðun kínverskra stjórnvalda er því að öllum líkindum nokkurs konar fyrirbyggjandi hefndaraðgerð og er megintilgangur hennar einnig að senda skýr skilaboð til íslenskra stjórnvalda og annarra sem gætu mögulega gagngrýnt kínversk stjórnvöld að þau gætu mætt svipuðum örlögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt þessari ákvörðun og var sendiherra Kína á Íslandi meðal annars boðaður á fund hjá Utanríkisráðuneytinu þar sem honum var bent á að „fullt málfrelsi ríkir á Íslandi og að þessi einstaklingur ber ekki neina ábyrgð á íslenskum stjórnarathöfnum sem stjórnvöld í Kína kunna að vera ósátt við“. Ísland hefur til að mynda gagnrýnt framgöngu Kína gagnvart úígúr-múslimum bæði í tvíhliða samskiptum og á vettvagni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en þetta mun vera í fyrsta skipti sem kínversk stjórnvöld svara Íslendingum með beinum pólitískum hætti. Streisand áhrifin Til að byrja með er umræðan um mannréttindi í Kína ekki ný af nálinni. Þjóðin hefur margoft verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot sín og þó svo að sumar þjóðir sem hafa tekið þátt í þeirri gagnrýni hafa meiri innistæðu til að gera það en aðrar þá hefur áhyggjuefnið farið vaxandi á undanförnum árum sökum þess að Kína er orðið nýjasta heimsveldi jarðar. Það sem kínversk stjórnvöld eiga hins vegar erfitt með að skilja er að aðferðir þeirra til að svara slíkri gagnrýni á oft til að varpa meira ljósi á þessi brot þeirra heldur en ef þau málefni væru einungis rædd á pólítískum vettvangi. Það má í raun segja að kínversk stjórnvöld séu að skapa nokkurs konar pólitísk „Streisand áhrif“, sem vitnar til þess þegar leikkonan Barbara Streisand reyndi árið 2003 að stöðva birtingu af húsi sínu í Malibu og í kjölfarið varð umfjöllunin um húsið hennar mun meiri en ef hún hefði látið málið eiga sig. Árið 2010 hlaut til dæmis kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels og var þeirri veitingu mótmælt grimmt af kínverskum stjórnvöldum. Viðskipti á milli Noregs og Kína enduðu í algjöru lágmarki og samskipti ríkjanna voru mjög slæm í nokkur ár eftir afhendinguna. Vissulega eru einhverjir sem hafa áhuga á þessum verðlaunum og gætu sagt hverjir hafa unnið þau seinustu árin, en stór hluti jarðbúa – sem fylgist ekki með veitingu þessara verðlauna og hefði aldrei vitað hver þessi maður var frétti af honum einfaldlega út af brjálæðiskasti kínverskra stjórnvalda. Fréttin um Jónas Haraldsson mun líka eflaust leiða til þess að margir sem ekki höfðu lesið greinar hans muni fletta þeim upp til að sjá hvaðan allur þessi æsingur kemur. Skýr skilaboð til baka Það má að sjálfsögðu búast við því að ríkisstjórnir um heim allan mótmæli hinu og þessu sem þær eru ekki sáttar með, en það sem mörg mál sem tengjast kínverskum stjórnvöldum eiga sameiginlegt er að það þarf oft að brýna fyrir Peking muninn á milli hegðun stjórnvalda og hegðun almennings. Norska ríkisstjórnin þurfti til dæmis að minna á að hún hefur ekkert að gera með það hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Íslenska utanríkisráðuneytið þurfti að minna á að lögfræðingur út í bæ hefur fullan rétt til að segja það sem hann vill og greinarskrif hans eru ekki lögbindandi ákvarðanir á samskiptum Íslands og Kína. Einnig má vísa til Meng Wanzhou, fjármálastjóra og dóttir stofnanda Huawei sem var handtekin í Kanada að beiðni bandarískra stjórnvalda fyrir peningaþvætti, bankasvik og fyrir að komast yfir viðskiptaleyndarmál með ólöglegum hætti. Kínversk stjórnvöld mótmæltu þessu ekki með fundarboðum, heldur með því að handtaka fyrrum kanadíska diplómata sem voru staðsettir í Kína. Eftir tvö ár í fangelsi eru mennirnir tveir ennþá í haldi og hefur málið ollið miklum erfiðleikum í samskiptum ríkjanna. Ef þetta hefði verið fjármálastjóri Siemens er mjög ólíklegt að þýska ríkisstjórnin hefði brugðist við með sama hætti en kínversk stjórnvöld kjósa frekar að spila eftir eigin leikreglum þegar kemur að hefndaraðgerðum. Hvað varðar stöðu Íslands þá hugsa ég að kínverska ríkisstjórnin muni spila hefndarleikinn varlega. Þrátt fyrir að senda slík skilaboð þá vill hún engu að síður stuðning okkar þegar kemur að aðgangi að heimsskautsráðinu og siglingar í framtíðinni í gegnum það skaut þarfnast heilbrigðra samskipta. Það er hins vegar mikilvægt að okkar staða sé skýr. Tálmun málfrelsis á Íslandi til að þóknast annarri þjóð (hver sem hún gæti verið) er ekki til umræðu. Svar íslenskra stjórnvalda í tengslum við þetta mál var skýrt og greinilegt og að mínu mati markar það ágætis þróun sem sýnir að tvíhliða samskipti Íslands og Kína eru ekki háð vilja eins aðila. Það er líka mögulegt að þessir ágreiningar séu bara vaxtarverkir þegar kemur að samskiptum Kína við umheiminn. Kínverska ríkisstjórnin á kannski bágt með að skilja það að stjórnvöld út í heimi geti ekki þvingað eigin borgara til að gera eða segja það sem þau vilja einfaldlega vegna þess að þau eru sjálf svo vön því að vera með eigin putta í öllum stoðum samfélagsins. Svipað og langtíma hjónaband þá eru tvær hliðar að kynnast hvort öðru betur og oft á tímum koma upp árekstrar, en brúðkaupsferðin sem Ísland átti með Kína eftir undirritun fríverslunarsamningsins er einfaldlega búin. Staðan er þannig núna að eins og hvert annað hjónaband þá þurfa báðir aðilar að skýra sína afstöðu og sætta sig við raunveruleikann eins og hann er – ekki eins og við óskum að hann sé. Höfundur er eigandi Kínverskrar ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kína Íslendingar erlendis Tjáningarfrelsi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur lögfræðingur hefur nú verið settur á svartan lista hjá stjórnvöldum í Kína og í kjölfarið fær maðurinn, Jónas Haraldsson, ekki að stíga fæti á kínverska grundu og verða allir þeir fjármunir (sem hann er eflaust með) í Kína einnig frystir. Þessum þvingunaraðgerðum var beitt í kjölfar gagnrýnispistla sem Jónas hefur gefið frá sér í Morgunblaðinu í tengslum við umgegni á fasteign sem var í eigu kínverska sendiráðsins og annarra greina sem tengjast bæði Covid-19 og kínverskum ferðamönnum. Það sem vekur athygli á þessum aðgerðum er að greinarnar sjálfar voru birtar á löngu tímabili og til dæmis kom sú elsta út í maí 2019, en kínversk stjórnvöld ákváðu núna nýlega að láta til skarar skríða. Undir öllum öðrum kringumstæðum væri tímasetningin á þessum aðgerðum einkennileg. Hins vegar er útlit fyrir að íslensk stjórnvöld séu mögulega að fara taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn kínverskum lögaðilum og einstaklingum sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Xinjiang-héraði. Þessi ákvörðun kínverskra stjórnvalda er því að öllum líkindum nokkurs konar fyrirbyggjandi hefndaraðgerð og er megintilgangur hennar einnig að senda skýr skilaboð til íslenskra stjórnvalda og annarra sem gætu mögulega gagngrýnt kínversk stjórnvöld að þau gætu mætt svipuðum örlögum. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt þessari ákvörðun og var sendiherra Kína á Íslandi meðal annars boðaður á fund hjá Utanríkisráðuneytinu þar sem honum var bent á að „fullt málfrelsi ríkir á Íslandi og að þessi einstaklingur ber ekki neina ábyrgð á íslenskum stjórnarathöfnum sem stjórnvöld í Kína kunna að vera ósátt við“. Ísland hefur til að mynda gagnrýnt framgöngu Kína gagnvart úígúr-múslimum bæði í tvíhliða samskiptum og á vettvagni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en þetta mun vera í fyrsta skipti sem kínversk stjórnvöld svara Íslendingum með beinum pólitískum hætti. Streisand áhrifin Til að byrja með er umræðan um mannréttindi í Kína ekki ný af nálinni. Þjóðin hefur margoft verið gagnrýnd fyrir mannréttindabrot sín og þó svo að sumar þjóðir sem hafa tekið þátt í þeirri gagnrýni hafa meiri innistæðu til að gera það en aðrar þá hefur áhyggjuefnið farið vaxandi á undanförnum árum sökum þess að Kína er orðið nýjasta heimsveldi jarðar. Það sem kínversk stjórnvöld eiga hins vegar erfitt með að skilja er að aðferðir þeirra til að svara slíkri gagnrýni á oft til að varpa meira ljósi á þessi brot þeirra heldur en ef þau málefni væru einungis rædd á pólítískum vettvangi. Það má í raun segja að kínversk stjórnvöld séu að skapa nokkurs konar pólitísk „Streisand áhrif“, sem vitnar til þess þegar leikkonan Barbara Streisand reyndi árið 2003 að stöðva birtingu af húsi sínu í Malibu og í kjölfarið varð umfjöllunin um húsið hennar mun meiri en ef hún hefði látið málið eiga sig. Árið 2010 hlaut til dæmis kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels og var þeirri veitingu mótmælt grimmt af kínverskum stjórnvöldum. Viðskipti á milli Noregs og Kína enduðu í algjöru lágmarki og samskipti ríkjanna voru mjög slæm í nokkur ár eftir afhendinguna. Vissulega eru einhverjir sem hafa áhuga á þessum verðlaunum og gætu sagt hverjir hafa unnið þau seinustu árin, en stór hluti jarðbúa – sem fylgist ekki með veitingu þessara verðlauna og hefði aldrei vitað hver þessi maður var frétti af honum einfaldlega út af brjálæðiskasti kínverskra stjórnvalda. Fréttin um Jónas Haraldsson mun líka eflaust leiða til þess að margir sem ekki höfðu lesið greinar hans muni fletta þeim upp til að sjá hvaðan allur þessi æsingur kemur. Skýr skilaboð til baka Það má að sjálfsögðu búast við því að ríkisstjórnir um heim allan mótmæli hinu og þessu sem þær eru ekki sáttar með, en það sem mörg mál sem tengjast kínverskum stjórnvöldum eiga sameiginlegt er að það þarf oft að brýna fyrir Peking muninn á milli hegðun stjórnvalda og hegðun almennings. Norska ríkisstjórnin þurfti til dæmis að minna á að hún hefur ekkert að gera með það hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Íslenska utanríkisráðuneytið þurfti að minna á að lögfræðingur út í bæ hefur fullan rétt til að segja það sem hann vill og greinarskrif hans eru ekki lögbindandi ákvarðanir á samskiptum Íslands og Kína. Einnig má vísa til Meng Wanzhou, fjármálastjóra og dóttir stofnanda Huawei sem var handtekin í Kanada að beiðni bandarískra stjórnvalda fyrir peningaþvætti, bankasvik og fyrir að komast yfir viðskiptaleyndarmál með ólöglegum hætti. Kínversk stjórnvöld mótmæltu þessu ekki með fundarboðum, heldur með því að handtaka fyrrum kanadíska diplómata sem voru staðsettir í Kína. Eftir tvö ár í fangelsi eru mennirnir tveir ennþá í haldi og hefur málið ollið miklum erfiðleikum í samskiptum ríkjanna. Ef þetta hefði verið fjármálastjóri Siemens er mjög ólíklegt að þýska ríkisstjórnin hefði brugðist við með sama hætti en kínversk stjórnvöld kjósa frekar að spila eftir eigin leikreglum þegar kemur að hefndaraðgerðum. Hvað varðar stöðu Íslands þá hugsa ég að kínverska ríkisstjórnin muni spila hefndarleikinn varlega. Þrátt fyrir að senda slík skilaboð þá vill hún engu að síður stuðning okkar þegar kemur að aðgangi að heimsskautsráðinu og siglingar í framtíðinni í gegnum það skaut þarfnast heilbrigðra samskipta. Það er hins vegar mikilvægt að okkar staða sé skýr. Tálmun málfrelsis á Íslandi til að þóknast annarri þjóð (hver sem hún gæti verið) er ekki til umræðu. Svar íslenskra stjórnvalda í tengslum við þetta mál var skýrt og greinilegt og að mínu mati markar það ágætis þróun sem sýnir að tvíhliða samskipti Íslands og Kína eru ekki háð vilja eins aðila. Það er líka mögulegt að þessir ágreiningar séu bara vaxtarverkir þegar kemur að samskiptum Kína við umheiminn. Kínverska ríkisstjórnin á kannski bágt með að skilja það að stjórnvöld út í heimi geti ekki þvingað eigin borgara til að gera eða segja það sem þau vilja einfaldlega vegna þess að þau eru sjálf svo vön því að vera með eigin putta í öllum stoðum samfélagsins. Svipað og langtíma hjónaband þá eru tvær hliðar að kynnast hvort öðru betur og oft á tímum koma upp árekstrar, en brúðkaupsferðin sem Ísland átti með Kína eftir undirritun fríverslunarsamningsins er einfaldlega búin. Staðan er þannig núna að eins og hvert annað hjónaband þá þurfa báðir aðilar að skýra sína afstöðu og sætta sig við raunveruleikann eins og hann er – ekki eins og við óskum að hann sé. Höfundur er eigandi Kínverskrar ráðgjafar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun