Vill bæta stöðu aðstandenda þegar lögregla rannsakar dánarorsök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 06:33 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem meðal annars miðar að því að bæta réttarstöðu aðstandenda látins einstaklings, í þeim tilvikum sem rannsókn lögreglu beinist að dánarorsök. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður aðstandanda heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. „Aðstandendur hafa kallað eftir að geta fylgst betur með málum, sérstaklega þegar verið er að rannsaka hvernig andlátið hafi borið að,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ráðherra segir frumvarpið varða almennar upplýsingar á meðan mál eru í rannsókn. „Við höfum séð mál koma upp þar sem óvissa ríkir um hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða slysförum.“ Frumvarpinu er einnig ætlað að bæta réttarstöðu brotaþola þegar honum hefur verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður. „Þær breytingar sem lagðar eru til í þessu skyni varða til að mynda aukna upplýsingaskyldu lögreglu til brotaþola og aðgang réttargæslumanns að gögnum auk breytinga sem eiga að tryggja að bótakrafa brotaþola komist að á áfrýjunarstigi jafnvel þótt ákærði hafi verið sýknaður í héraði sem og að brotaþoli geti notið aðstoðar réttargæslumanns við skýrslutöku fyrir Landsrétti þótt krafa hans sé ekki til meðferðar þar,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þá eru einnig lagðar til breytingar til að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómstólum og meðal annars lagt til að dómari geti í ákveðnum tilvikum ákveðið að skýrsla af fötluðum brotaþola eða vitni sé tekin í sérútbúnu húsnæði. Einnig að dómari geti kvatt til kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku og að fötluðum sakborningi eða vitni sé heimilt að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutökur. Lögreglumál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður aðstandanda heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. „Aðstandendur hafa kallað eftir að geta fylgst betur með málum, sérstaklega þegar verið er að rannsaka hvernig andlátið hafi borið að,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ráðherra segir frumvarpið varða almennar upplýsingar á meðan mál eru í rannsókn. „Við höfum séð mál koma upp þar sem óvissa ríkir um hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða slysförum.“ Frumvarpinu er einnig ætlað að bæta réttarstöðu brotaþola þegar honum hefur verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður. „Þær breytingar sem lagðar eru til í þessu skyni varða til að mynda aukna upplýsingaskyldu lögreglu til brotaþola og aðgang réttargæslumanns að gögnum auk breytinga sem eiga að tryggja að bótakrafa brotaþola komist að á áfrýjunarstigi jafnvel þótt ákærði hafi verið sýknaður í héraði sem og að brotaþoli geti notið aðstoðar réttargæslumanns við skýrslutöku fyrir Landsrétti þótt krafa hans sé ekki til meðferðar þar,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þá eru einnig lagðar til breytingar til að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómstólum og meðal annars lagt til að dómari geti í ákveðnum tilvikum ákveðið að skýrsla af fötluðum brotaþola eða vitni sé tekin í sérútbúnu húsnæði. Einnig að dómari geti kvatt til kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku og að fötluðum sakborningi eða vitni sé heimilt að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutökur.
Lögreglumál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira