Tara Margrét svarar Evert: „Algengasta réttlætingin fyrir fitufordómum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 21:55 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu bregst við ummælum Everts Víglundssonar einkaþjálfara. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir Evert Víglundsson einkaþjálfara sekan um að halda á lofti „algengustu réttlætingunni fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi.“ Evert var gestur í hlaðvarpsþættinum 24/7 sem Vísir fjallaði um í morgun þar sem hann sagðist ekki skammist sín fyrir að vera með fitufordóma „af því að það verður að segja að fita er hættuleg.“ Tara Margrét bregst við þessum ummælum Everts í grein sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. „Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma,“ skrifar Tara Margrét. Hún segir orðræðu Everts ekki vera nýja af nálinni en hún byggi á röksemdafærslu sem oft sé haldið á lofti um að það sé lífshættulegt að vera feitur og að samfélagið hafi skyldu til að vinna markvist gegn offitu og það látið hljóma eins og gert sé af umhyggju fyrir heilsufari þeirra sem glími við offitu. „Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra,“ skrifar Tara, en grein hennar í heild sinni má lesa hér. Þar vísar Tara meðal annars í nýja skýrslu frá Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins og fleiri skýrslur um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. „Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna,“ skrifar Tara Margrét að lokum. Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Evert var gestur í hlaðvarpsþættinum 24/7 sem Vísir fjallaði um í morgun þar sem hann sagðist ekki skammist sín fyrir að vera með fitufordóma „af því að það verður að segja að fita er hættuleg.“ Tara Margrét bregst við þessum ummælum Everts í grein sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. „Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma,“ skrifar Tara Margrét. Hún segir orðræðu Everts ekki vera nýja af nálinni en hún byggi á röksemdafærslu sem oft sé haldið á lofti um að það sé lífshættulegt að vera feitur og að samfélagið hafi skyldu til að vinna markvist gegn offitu og það látið hljóma eins og gert sé af umhyggju fyrir heilsufari þeirra sem glími við offitu. „Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra,“ skrifar Tara, en grein hennar í heild sinni má lesa hér. Þar vísar Tara meðal annars í nýja skýrslu frá Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins og fleiri skýrslur um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. „Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna,“ skrifar Tara Margrét að lokum.
Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30
„Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00