Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 20:26 Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. „Undirbúningur er að hefjast,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu sem hann gaf í dönskum fjölmiðlum í kvöld. Að sögn Kofod er stefnt að því að herinn verði að öllu leyti farinn þann 11. september 2021 en það er sama dagsetning og Bandaríkjamenn hyggjast miða við. Þann dag verða einnig tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana og á fleiri staði í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa griðarstað fyrir hryðjuverkamenn sem gætu látið til skarar skríða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak eða í Kalífadæminu [yfirráðasvæði íslamska ríkisins, ISIS]. Það er mikilvægt að við berjumst gegn hópum á borð við íslamska ríkið sem okkur stafar ógn af,“ sagði Kofod. Alls hafa 43 danskir hermenn týnt lífi í stríðinu í Afganistan og 214 hafa særst frá því fyrstu hersveitir Dana komu til Afganistan í byrjun árs 2002. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að Danir muni draga mannskap sinn til baka í góðu samráði við bandalagsríki NATO. „Við vinnum þétt með bandamönnum okkar í NATO og bandarískum kollegum okkar í tengslum við að kalla herinn heim,“ segir Bramsen. „Það er ástæða til að þakka dönsku hermönnunum tólf þúsund dönsku hermönnum,“ bætti hún við og vísaði til þeirra sem gegnt hafa herþjónustu í Afganistan. Danska utanríkisráðuneytið fullyrðir að danskar hersveitir hafi tekið þátt í að stuðla að auknum friði í Afganistan. Nýr kafli Líkt og áður segir hafa bandalagsríki NATO og Bandaríkin ákveðið að draga saman seglin í Afganistan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar að þessu tilefni færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann deilir áfram tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. „Nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Mikilvægt að standa vörð um og ná meiri árangri sem hefur náðst um öryggi, þróun og mannréttindi auk réttinda kvenna og stúlkna. Ísland mun halda áfram að styðja afgönsku þjóðina,“ skrifar Guðlaugur Þór. A new chapter in relations btw #NATO and #Afghanistan. Important to preserve and advance further the progress made on #security, #development, #humanrights + rights of women and girls. will continue to support the people of . @IcelandNATO https://t.co/BZMIbQSIRS— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) April 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Afganistan Hernaður Utanríkismál NATO Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
„Undirbúningur er að hefjast,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu sem hann gaf í dönskum fjölmiðlum í kvöld. Að sögn Kofod er stefnt að því að herinn verði að öllu leyti farinn þann 11. september 2021 en það er sama dagsetning og Bandaríkjamenn hyggjast miða við. Þann dag verða einnig tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana og á fleiri staði í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa griðarstað fyrir hryðjuverkamenn sem gætu látið til skarar skríða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak eða í Kalífadæminu [yfirráðasvæði íslamska ríkisins, ISIS]. Það er mikilvægt að við berjumst gegn hópum á borð við íslamska ríkið sem okkur stafar ógn af,“ sagði Kofod. Alls hafa 43 danskir hermenn týnt lífi í stríðinu í Afganistan og 214 hafa særst frá því fyrstu hersveitir Dana komu til Afganistan í byrjun árs 2002. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að Danir muni draga mannskap sinn til baka í góðu samráði við bandalagsríki NATO. „Við vinnum þétt með bandamönnum okkar í NATO og bandarískum kollegum okkar í tengslum við að kalla herinn heim,“ segir Bramsen. „Það er ástæða til að þakka dönsku hermönnunum tólf þúsund dönsku hermönnum,“ bætti hún við og vísaði til þeirra sem gegnt hafa herþjónustu í Afganistan. Danska utanríkisráðuneytið fullyrðir að danskar hersveitir hafi tekið þátt í að stuðla að auknum friði í Afganistan. Nýr kafli Líkt og áður segir hafa bandalagsríki NATO og Bandaríkin ákveðið að draga saman seglin í Afganistan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar að þessu tilefni færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann deilir áfram tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. „Nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Mikilvægt að standa vörð um og ná meiri árangri sem hefur náðst um öryggi, þróun og mannréttindi auk réttinda kvenna og stúlkna. Ísland mun halda áfram að styðja afgönsku þjóðina,“ skrifar Guðlaugur Þór. A new chapter in relations btw #NATO and #Afghanistan. Important to preserve and advance further the progress made on #security, #development, #humanrights + rights of women and girls. will continue to support the people of . @IcelandNATO https://t.co/BZMIbQSIRS— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) April 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Afganistan Hernaður Utanríkismál NATO Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira