Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 20:26 Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. „Undirbúningur er að hefjast,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu sem hann gaf í dönskum fjölmiðlum í kvöld. Að sögn Kofod er stefnt að því að herinn verði að öllu leyti farinn þann 11. september 2021 en það er sama dagsetning og Bandaríkjamenn hyggjast miða við. Þann dag verða einnig tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana og á fleiri staði í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa griðarstað fyrir hryðjuverkamenn sem gætu látið til skarar skríða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak eða í Kalífadæminu [yfirráðasvæði íslamska ríkisins, ISIS]. Það er mikilvægt að við berjumst gegn hópum á borð við íslamska ríkið sem okkur stafar ógn af,“ sagði Kofod. Alls hafa 43 danskir hermenn týnt lífi í stríðinu í Afganistan og 214 hafa særst frá því fyrstu hersveitir Dana komu til Afganistan í byrjun árs 2002. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að Danir muni draga mannskap sinn til baka í góðu samráði við bandalagsríki NATO. „Við vinnum þétt með bandamönnum okkar í NATO og bandarískum kollegum okkar í tengslum við að kalla herinn heim,“ segir Bramsen. „Það er ástæða til að þakka dönsku hermönnunum tólf þúsund dönsku hermönnum,“ bætti hún við og vísaði til þeirra sem gegnt hafa herþjónustu í Afganistan. Danska utanríkisráðuneytið fullyrðir að danskar hersveitir hafi tekið þátt í að stuðla að auknum friði í Afganistan. Nýr kafli Líkt og áður segir hafa bandalagsríki NATO og Bandaríkin ákveðið að draga saman seglin í Afganistan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar að þessu tilefni færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann deilir áfram tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. „Nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Mikilvægt að standa vörð um og ná meiri árangri sem hefur náðst um öryggi, þróun og mannréttindi auk réttinda kvenna og stúlkna. Ísland mun halda áfram að styðja afgönsku þjóðina,“ skrifar Guðlaugur Þór. A new chapter in relations btw #NATO and #Afghanistan. Important to preserve and advance further the progress made on #security, #development, #humanrights + rights of women and girls. will continue to support the people of . @IcelandNATO https://t.co/BZMIbQSIRS— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) April 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Afganistan Hernaður Utanríkismál NATO Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
„Undirbúningur er að hefjast,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, í yfirlýsingu sem hann gaf í dönskum fjölmiðlum í kvöld. Að sögn Kofod er stefnt að því að herinn verði að öllu leyti farinn þann 11. september 2021 en það er sama dagsetning og Bandaríkjamenn hyggjast miða við. Þann dag verða einnig tuttugu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana og á fleiri staði í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Að sjálfsögðu munum við ekki leyfa griðarstað fyrir hryðjuverkamenn sem gætu látið til skarar skríða. Hvort sem það er í Afganistan, Írak eða í Kalífadæminu [yfirráðasvæði íslamska ríkisins, ISIS]. Það er mikilvægt að við berjumst gegn hópum á borð við íslamska ríkið sem okkur stafar ógn af,“ sagði Kofod. Alls hafa 43 danskir hermenn týnt lífi í stríðinu í Afganistan og 214 hafa særst frá því fyrstu hersveitir Dana komu til Afganistan í byrjun árs 2002. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að Danir muni draga mannskap sinn til baka í góðu samráði við bandalagsríki NATO. „Við vinnum þétt með bandamönnum okkar í NATO og bandarískum kollegum okkar í tengslum við að kalla herinn heim,“ segir Bramsen. „Það er ástæða til að þakka dönsku hermönnunum tólf þúsund dönsku hermönnum,“ bætti hún við og vísaði til þeirra sem gegnt hafa herþjónustu í Afganistan. Danska utanríkisráðuneytið fullyrðir að danskar hersveitir hafi tekið þátt í að stuðla að auknum friði í Afganistan. Nýr kafli Líkt og áður segir hafa bandalagsríki NATO og Bandaríkin ákveðið að draga saman seglin í Afganistan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar að þessu tilefni færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann deilir áfram tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. „Nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan. Mikilvægt að standa vörð um og ná meiri árangri sem hefur náðst um öryggi, þróun og mannréttindi auk réttinda kvenna og stúlkna. Ísland mun halda áfram að styðja afgönsku þjóðina,“ skrifar Guðlaugur Þór. A new chapter in relations btw #NATO and #Afghanistan. Important to preserve and advance further the progress made on #security, #development, #humanrights + rights of women and girls. will continue to support the people of . @IcelandNATO https://t.co/BZMIbQSIRS— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) April 14, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Afganistan Hernaður Utanríkismál NATO Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira