Colton er án efa einn þekktasti piparsveinn heims en hann var á sínum tíma í aðalhlutverki í þáttunum The Bachelor. Þá leitaði hann að eiginkonu og gekk sú leit upp og niður. Alltaf var Underwood opinn með það að vera hreinn sveinn í þáttunum og var mikið fjallað um þá staðreynt í fjölmiðlum vestanhafs.
Colton endaði með því að velja sér eiginkonu og heitir sú kona Cassie Randolph. Samband þeirra varð ekki langt og endaði í raun með ósköpum og varð Randolph að fara frá á nálgunarbann gegn Colton.
Í viðtali við Robin Roberts í morgunþættinum ræðir hann um þessi mál.
„Ég hef reynt að flýja sjálfan mig í of langan tíma og ég hef hatað sjálfa mig of lengi. Ég er samkynhneigður og ég sætti mig við það fyrr á þessu ári. Svo þetta er næsta skref, að láta fólk vita,“ segir Colton í viðtalinu sem sjá má hér að neðan.
„Ég var kominn á þann stað að vilja frekar deyja en að segja fólki að ég væri samkynhneigður. Ég hugsaði oft um að skaða sjálfan mig og það kom augnablik í Los Angeles þar sem ég ætlaði mér ekki að vakna aftur og ég vaknaði,“ segir Colton sem gefur í skyn að hann hafi reynt að taka eigið líf.