Ógnaði starfsfólki Domino's þegar hann fékk ekki að borga með reiðufé Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 22:32 Atvikið átti sér stað í verslun Domino's við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Lögregla var kölluð að útibúi Domino‘s í Skúlagötu í kvöld þegar óánægður viðskiptavinur ógnaði starfsfólki staðarins. Var sá ósáttur við að fá ekki að greiða fyrir pöntun sína með reiðufé en skyndibitakeðjan hefur ekki tekið við peningum af sóttvarnaástæðum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. „Hann brást svona illa við og var ekki beint kurteis. Samt sem áður brást starfsfólkið okkar gríðarlega vel við og hringdi á lögregluna,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsfulltrúi hjá Domino‘s, í samtali við Vísi. Fréttablaðið sagði fyrst frá atvikinu og greinir frá því að viðskiptavinir hafi séð manninn með skæri þegar hann kom út af staðnum. Ásmundur segir að þeir starfsmenn hann hafi rætt við hafi ekki orðið varir við slíkt. „Þetta var afgreitt fljótt og örugglega og það sem skiptir mestu máli í þessu er að það slasaðist enginn. Lögreglan er þarna rétt hjá svo hún var fljót að bregðast við og koma sér á vettvang.“ Ekki liggur fyrir hvort málið hafi endað með handtöku. Ásmundur segir að eftir atvikið hafi starfsfólk haldið áfram að anna hungri landans á annasömu þriðjudagskvöldi eins og ekkert hafi í skorist. Aðspurður um hvort það hafi borið á frekari óánægju meðal viðskiptavina með ákvörðun Domino‘s að hætta tímabundið að taka við reiðufé segir hann svo vera. „En það sem skiptir okkur mestu máli er að gæta að sem bestum sóttvörnunum og tryggja að það sé öruggt að versla við okkur.“ Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
„Hann brást svona illa við og var ekki beint kurteis. Samt sem áður brást starfsfólkið okkar gríðarlega vel við og hringdi á lögregluna,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsfulltrúi hjá Domino‘s, í samtali við Vísi. Fréttablaðið sagði fyrst frá atvikinu og greinir frá því að viðskiptavinir hafi séð manninn með skæri þegar hann kom út af staðnum. Ásmundur segir að þeir starfsmenn hann hafi rætt við hafi ekki orðið varir við slíkt. „Þetta var afgreitt fljótt og örugglega og það sem skiptir mestu máli í þessu er að það slasaðist enginn. Lögreglan er þarna rétt hjá svo hún var fljót að bregðast við og koma sér á vettvang.“ Ekki liggur fyrir hvort málið hafi endað með handtöku. Ásmundur segir að eftir atvikið hafi starfsfólk haldið áfram að anna hungri landans á annasömu þriðjudagskvöldi eins og ekkert hafi í skorist. Aðspurður um hvort það hafi borið á frekari óánægju meðal viðskiptavina með ákvörðun Domino‘s að hætta tímabundið að taka við reiðufé segir hann svo vera. „En það sem skiptir okkur mestu máli er að gæta að sem bestum sóttvörnunum og tryggja að það sé öruggt að versla við okkur.“
Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira