Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 16:43 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september. Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september.
Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira