Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 16:02 Biden og Pútín á fundi árið 2011 þegar Biden var varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. Spenna á milli Rússa og Úkraínumanna hefur farið vaxandi undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Kreml hófu mikla liðssöfnun við landamærin. Rússar styðja við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu en átök þeirra við úkraínska stjórnarherinn hafa kostað þúsundir mannslífa undanfarin ár. Uppreisnin hófst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við úkraínska bandamenn sína í símtali þeirra Pútín í dag samkvæmt opinberri yfirlýsingu Hvíta hússins. Lýsti hann áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa á Krímskaga og við landamæri Úkraínu. Bandaríkin ætluðu sér ekki að hvika frá skuldbindingu sinni gagnvart fullveldi Úkraínu og friðhelgi landssvæðis hennar. Bandaríkin hafa þegar brugðist við liðssöfnun Rússa með því að senda herskip á Svartahaf. Það fer fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Kreml. Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði herskipasiglingarnar ögrun í dag og að Bandaríkjamönnum væri hollast að halda sig víðsfjarri Krímskaga og Svartahafsströnd Rússlands. NEW: POTUS and Putin spoke today for the second time since Biden took office. Biden also made clear that the United States will act firmly in defense of its national interests in response to Russia s actions... pic.twitter.com/eqrM3tKWV9— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2021 Vill stöðugt og fyrirsjáanlegt samband við Rússland Í símtalinu Lagði Biden jafnframt áherslu á stjórn hans ætli sér að ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína gagnvart aðgerðum Rússa, þar á meðal í tengslum við tölvuárásir og afskipti af kosningum. Rússar hafa undanfarið staðið að baki umfangsmiklum tölvuárásum og kosningaafskiptum í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að koma höggi á Biden sjálfan fyrir kosningarnar vestanhafs í haust, meðal annars með því að dreifa upplýsingum sem áttu draga upp dökka mynd af syni Biden, Hunter. Pútín Rússlandsforseti hafi persónulega gefið skipun um það. Þrátt fyrir það lýsti Biden því markmiði sínu að byggja upp „stöðugt og fyrirsjáanlegt“ samband við Rússland í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Í því skyni lagði Biden til að þeir Pútín funduðu utan Rússlands eða Bandaríkjanna á næstu mánuðum til þess að ræða öll helstu deilumál ríkjanna tveggja. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Spenna á milli Rússa og Úkraínumanna hefur farið vaxandi undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Kreml hófu mikla liðssöfnun við landamærin. Rússar styðja við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu en átök þeirra við úkraínska stjórnarherinn hafa kostað þúsundir mannslífa undanfarin ár. Uppreisnin hófst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við úkraínska bandamenn sína í símtali þeirra Pútín í dag samkvæmt opinberri yfirlýsingu Hvíta hússins. Lýsti hann áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa á Krímskaga og við landamæri Úkraínu. Bandaríkin ætluðu sér ekki að hvika frá skuldbindingu sinni gagnvart fullveldi Úkraínu og friðhelgi landssvæðis hennar. Bandaríkin hafa þegar brugðist við liðssöfnun Rússa með því að senda herskip á Svartahaf. Það fer fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Kreml. Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði herskipasiglingarnar ögrun í dag og að Bandaríkjamönnum væri hollast að halda sig víðsfjarri Krímskaga og Svartahafsströnd Rússlands. NEW: POTUS and Putin spoke today for the second time since Biden took office. Biden also made clear that the United States will act firmly in defense of its national interests in response to Russia s actions... pic.twitter.com/eqrM3tKWV9— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2021 Vill stöðugt og fyrirsjáanlegt samband við Rússland Í símtalinu Lagði Biden jafnframt áherslu á stjórn hans ætli sér að ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína gagnvart aðgerðum Rússa, þar á meðal í tengslum við tölvuárásir og afskipti af kosningum. Rússar hafa undanfarið staðið að baki umfangsmiklum tölvuárásum og kosningaafskiptum í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að koma höggi á Biden sjálfan fyrir kosningarnar vestanhafs í haust, meðal annars með því að dreifa upplýsingum sem áttu draga upp dökka mynd af syni Biden, Hunter. Pútín Rússlandsforseti hafi persónulega gefið skipun um það. Þrátt fyrir það lýsti Biden því markmiði sínu að byggja upp „stöðugt og fyrirsjáanlegt“ samband við Rússland í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Í því skyni lagði Biden til að þeir Pútín funduðu utan Rússlands eða Bandaríkjanna á næstu mánuðum til þess að ræða öll helstu deilumál ríkjanna tveggja.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22
Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12