Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 16:02 Biden og Pútín á fundi árið 2011 þegar Biden var varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. Spenna á milli Rússa og Úkraínumanna hefur farið vaxandi undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Kreml hófu mikla liðssöfnun við landamærin. Rússar styðja við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu en átök þeirra við úkraínska stjórnarherinn hafa kostað þúsundir mannslífa undanfarin ár. Uppreisnin hófst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við úkraínska bandamenn sína í símtali þeirra Pútín í dag samkvæmt opinberri yfirlýsingu Hvíta hússins. Lýsti hann áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa á Krímskaga og við landamæri Úkraínu. Bandaríkin ætluðu sér ekki að hvika frá skuldbindingu sinni gagnvart fullveldi Úkraínu og friðhelgi landssvæðis hennar. Bandaríkin hafa þegar brugðist við liðssöfnun Rússa með því að senda herskip á Svartahaf. Það fer fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Kreml. Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði herskipasiglingarnar ögrun í dag og að Bandaríkjamönnum væri hollast að halda sig víðsfjarri Krímskaga og Svartahafsströnd Rússlands. NEW: POTUS and Putin spoke today for the second time since Biden took office. Biden also made clear that the United States will act firmly in defense of its national interests in response to Russia s actions... pic.twitter.com/eqrM3tKWV9— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2021 Vill stöðugt og fyrirsjáanlegt samband við Rússland Í símtalinu Lagði Biden jafnframt áherslu á stjórn hans ætli sér að ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína gagnvart aðgerðum Rússa, þar á meðal í tengslum við tölvuárásir og afskipti af kosningum. Rússar hafa undanfarið staðið að baki umfangsmiklum tölvuárásum og kosningaafskiptum í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að koma höggi á Biden sjálfan fyrir kosningarnar vestanhafs í haust, meðal annars með því að dreifa upplýsingum sem áttu draga upp dökka mynd af syni Biden, Hunter. Pútín Rússlandsforseti hafi persónulega gefið skipun um það. Þrátt fyrir það lýsti Biden því markmiði sínu að byggja upp „stöðugt og fyrirsjáanlegt“ samband við Rússland í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Í því skyni lagði Biden til að þeir Pútín funduðu utan Rússlands eða Bandaríkjanna á næstu mánuðum til þess að ræða öll helstu deilumál ríkjanna tveggja. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Spenna á milli Rússa og Úkraínumanna hefur farið vaxandi undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Kreml hófu mikla liðssöfnun við landamærin. Rússar styðja við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu en átök þeirra við úkraínska stjórnarherinn hafa kostað þúsundir mannslífa undanfarin ár. Uppreisnin hófst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við úkraínska bandamenn sína í símtali þeirra Pútín í dag samkvæmt opinberri yfirlýsingu Hvíta hússins. Lýsti hann áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa á Krímskaga og við landamæri Úkraínu. Bandaríkin ætluðu sér ekki að hvika frá skuldbindingu sinni gagnvart fullveldi Úkraínu og friðhelgi landssvæðis hennar. Bandaríkin hafa þegar brugðist við liðssöfnun Rússa með því að senda herskip á Svartahaf. Það fer fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Kreml. Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði herskipasiglingarnar ögrun í dag og að Bandaríkjamönnum væri hollast að halda sig víðsfjarri Krímskaga og Svartahafsströnd Rússlands. NEW: POTUS and Putin spoke today for the second time since Biden took office. Biden also made clear that the United States will act firmly in defense of its national interests in response to Russia s actions... pic.twitter.com/eqrM3tKWV9— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2021 Vill stöðugt og fyrirsjáanlegt samband við Rússland Í símtalinu Lagði Biden jafnframt áherslu á stjórn hans ætli sér að ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína gagnvart aðgerðum Rússa, þar á meðal í tengslum við tölvuárásir og afskipti af kosningum. Rússar hafa undanfarið staðið að baki umfangsmiklum tölvuárásum og kosningaafskiptum í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að koma höggi á Biden sjálfan fyrir kosningarnar vestanhafs í haust, meðal annars með því að dreifa upplýsingum sem áttu draga upp dökka mynd af syni Biden, Hunter. Pútín Rússlandsforseti hafi persónulega gefið skipun um það. Þrátt fyrir það lýsti Biden því markmiði sínu að byggja upp „stöðugt og fyrirsjáanlegt“ samband við Rússland í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Í því skyni lagði Biden til að þeir Pútín funduðu utan Rússlands eða Bandaríkjanna á næstu mánuðum til þess að ræða öll helstu deilumál ríkjanna tveggja.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22
Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12