Ráðherra hleypur apríl Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. apríl 2021 07:31 Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Aðild að Evrópusambandinu snýst um margt. Í mínum huga snýst hún fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til náinnar samvinnu þjóða Evrópu til að haldi uppi friði og hagsæld í álfunni og um leið að láta gott af sér leiða í heimsmálunum. Með hverju árinu sem líður verður mér ljósara hve mikilvægt það er fyrir Ísland að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópskrar samvinnu, taka þátt og njóta um leið þess ávinnings sem aðild að sterku Evrópusambandi hefur í för með sér. Verkefni nútímans og framtíðarinnar krefjast þess einfaldlega að við sitjum ekki hjá heldur setjumst til borðs með þeim 27 fullvalda og sjálfstæðu ríkjum sem hafa ráðist í það mikla og erfiða verkefni að vinna þétt saman. Viðfangsefnin eru ærin, umhverfismál, heilbrigðismál, jafnréttismál og efnahagsmál svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst að halda friðinn. Evrópusambandið er ekki fullkomið. Þar er tekist á og stundum virkar það svifaseint og ekki nógu afgerandi. Það á sér skýringar af ýmsu tagi, ekki síst þær að Evrópusambandið er í eðli sínu samstarfsverkefni um markmið sem 27 þjóðir verða að koma sér saman um. Þrátt fyrir þetta sýnir og sannar saga Evrópusambandsins að árangur þess er mikill og hefur haft víðtæk áhrif, bæði innan og utan álfunnar. Margs af því njótum við með EES samningnum sem við höfum átt farsæla aðild að í rúm 25 ár. Nú er hins vegar kominn tími til að halda áfram og setjast að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar og teknar. Við verðum að hætta að hugsa eins og þiggjendur og verða virkir þátttakendur og gerendur innan Evrópusambandsins. Þess vegna lagði þingflokkur Viðreisnar fram tvö þingmál þann 31. mars, annars vegar þingsályktun um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og hins vegar um viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Utanríkisráðherra rak greinilega í rogastans þegar hann sá þessi þingmál Viðreisnar. Varnarviðbrögð hans eru kunnugleg og koma því ekki á óvart þegar þau birtast í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi ýjar hann að því að Viðreisn sé á móti EES-samningnum og grafi markvisst undan honum. Þetta er auðvitað fjarri sannleikanum og það veit ráðherrann mætavel. Í öðru lagi ver hann stærstum hluta greinar sinnar í að sýna listir sínar í prósentureikningi og telur að þar sanni hann í eitt skipti fyrir öll að EES-samningurinn hafi hér minniháttar áhrif miðað við aðild að ESB. Þetta er líka þrautreynt stílbragð sem ráðherra sækir í smiðju ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrir margt löngu var líka ráðherra. Með þessu reynir utanríkisráðherra að drepa málum á dreif og þyrla ryki í augu lesenda. Það tekst honum auðvitað ekki. EES-samningurinn er góður samningur. Viðreisn vill einfaldlega stíga stærri skref og varðveita hagsmuni Íslands enn betur með aðild að Evrópusambandinu. Þar til það gerist verður að standa vörð um EES-samninginn og nýta alla þá kosti og möguleika sem hann býður. Munurinn á EES-samningnum og ESB-aðild verður ekki metinn með reiknikúnstum. Þær segja engum neitt um þýðingu og áhrif þess sem að baki býr. Sérstaklega þegar forsendur útreikninganna eru umdeildar. Munurinn verður metinn heildstætt á grundvelli hagsmuna Íslendinga af því að sitja við borðið með öðrum fullvalda ríkjum. Það eina sem er rétt hjá ráðherranum er að enginn hljóp apríl. Við í Viðreisn erum stolt af okkar stefnu og ekki feimin við að halda henni á lofti og fylgja henni eftir hvar sem tækifæri gefst. Það er ástæða til að þakka utanríkisráðherra fyrir að vekja athygli á tillögum okkar í Viðreisn þó hann mætti hafa valið til þess víðlesnari miðil. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Aðild að Evrópusambandinu snýst um margt. Í mínum huga snýst hún fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til náinnar samvinnu þjóða Evrópu til að haldi uppi friði og hagsæld í álfunni og um leið að láta gott af sér leiða í heimsmálunum. Með hverju árinu sem líður verður mér ljósara hve mikilvægt það er fyrir Ísland að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópskrar samvinnu, taka þátt og njóta um leið þess ávinnings sem aðild að sterku Evrópusambandi hefur í för með sér. Verkefni nútímans og framtíðarinnar krefjast þess einfaldlega að við sitjum ekki hjá heldur setjumst til borðs með þeim 27 fullvalda og sjálfstæðu ríkjum sem hafa ráðist í það mikla og erfiða verkefni að vinna þétt saman. Viðfangsefnin eru ærin, umhverfismál, heilbrigðismál, jafnréttismál og efnahagsmál svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst að halda friðinn. Evrópusambandið er ekki fullkomið. Þar er tekist á og stundum virkar það svifaseint og ekki nógu afgerandi. Það á sér skýringar af ýmsu tagi, ekki síst þær að Evrópusambandið er í eðli sínu samstarfsverkefni um markmið sem 27 þjóðir verða að koma sér saman um. Þrátt fyrir þetta sýnir og sannar saga Evrópusambandsins að árangur þess er mikill og hefur haft víðtæk áhrif, bæði innan og utan álfunnar. Margs af því njótum við með EES samningnum sem við höfum átt farsæla aðild að í rúm 25 ár. Nú er hins vegar kominn tími til að halda áfram og setjast að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar og teknar. Við verðum að hætta að hugsa eins og þiggjendur og verða virkir þátttakendur og gerendur innan Evrópusambandsins. Þess vegna lagði þingflokkur Viðreisnar fram tvö þingmál þann 31. mars, annars vegar þingsályktun um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og hins vegar um viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Utanríkisráðherra rak greinilega í rogastans þegar hann sá þessi þingmál Viðreisnar. Varnarviðbrögð hans eru kunnugleg og koma því ekki á óvart þegar þau birtast í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi ýjar hann að því að Viðreisn sé á móti EES-samningnum og grafi markvisst undan honum. Þetta er auðvitað fjarri sannleikanum og það veit ráðherrann mætavel. Í öðru lagi ver hann stærstum hluta greinar sinnar í að sýna listir sínar í prósentureikningi og telur að þar sanni hann í eitt skipti fyrir öll að EES-samningurinn hafi hér minniháttar áhrif miðað við aðild að ESB. Þetta er líka þrautreynt stílbragð sem ráðherra sækir í smiðju ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrir margt löngu var líka ráðherra. Með þessu reynir utanríkisráðherra að drepa málum á dreif og þyrla ryki í augu lesenda. Það tekst honum auðvitað ekki. EES-samningurinn er góður samningur. Viðreisn vill einfaldlega stíga stærri skref og varðveita hagsmuni Íslands enn betur með aðild að Evrópusambandinu. Þar til það gerist verður að standa vörð um EES-samninginn og nýta alla þá kosti og möguleika sem hann býður. Munurinn á EES-samningnum og ESB-aðild verður ekki metinn með reiknikúnstum. Þær segja engum neitt um þýðingu og áhrif þess sem að baki býr. Sérstaklega þegar forsendur útreikninganna eru umdeildar. Munurinn verður metinn heildstætt á grundvelli hagsmuna Íslendinga af því að sitja við borðið með öðrum fullvalda ríkjum. Það eina sem er rétt hjá ráðherranum er að enginn hljóp apríl. Við í Viðreisn erum stolt af okkar stefnu og ekki feimin við að halda henni á lofti og fylgja henni eftir hvar sem tækifæri gefst. Það er ástæða til að þakka utanríkisráðherra fyrir að vekja athygli á tillögum okkar í Viðreisn þó hann mætti hafa valið til þess víðlesnari miðil. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun