Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2021 09:56 Kolbeinn Óttarsson Proppé tjáir sig einlæglega um prófkjörsugg en rafrænt forval verður haldið um helgina og ræðst þá hvernig raðast á lista VG í Suðurkjördæmi. vísir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. „Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða ekki.“ Svo hefst pistill sem Kolbeinn birtir á Facebooksíðu sinni nú í morgun: „Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing.“ Harður slagur um efsta sæti á lista Rafrænt forval Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fer fram nú um helgina. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi: Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Róbert Marshall, leiðsögumaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og svo Kolbeinn bjóða sig fram í fyrsta sæti. Ljóst er að hart verður barist um efsta sæti á lista og líkt og Kolbeinn kemur inn á sínum pistli getur enginn gengið að neinu vísu, ekki einu sinni því að Vinstri græn fái þingmann í kjördæminu. Tekur á andlega Kolbeinn segir að hann hafi sem blaðamaður skrifað um þingmenn í prófkjöri, talað við þá sagt af þeim fréttir. En aldrei almennilega skilið hvernig þeim líður. „Auðvitað er fólk líka ólíkt og það hvernig mér líður segir ekki til um hvernig öðrum gerir það. Helst minnir þetta mig á mörg mánaðamótin á Fréttablaðinu eftir hrun, þegar maður mátti alltaf eiga von á því að einhverjum yrði sagt upp. Verð það ég núna?“ Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Fimmtudagur, 8. apríl 2021 Síðustu vikur og mánuðir hafa verið hektískir, að sögn Kolbeins. Hann segist hafa, eftir að ákvörðun lá fyrir, einsett sér að fara um allt og hitta sem flesta. Kynnast stöðunni og heyra í fólki. Þegar það svo leggst saman við þing- og nefndafundi og aðra fundi fækkar frídögum snarlega. „Þetta tekur furðulega á andlega. Ég nenni ekki að þykjast láta sem þetta hafi engin áhrif, það væri einfaldlega rangt,“ segir Kolbeinn, einlægur á Facebook-síðu sinni. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða ekki.“ Svo hefst pistill sem Kolbeinn birtir á Facebooksíðu sinni nú í morgun: „Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing.“ Harður slagur um efsta sæti á lista Rafrænt forval Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fer fram nú um helgina. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi: Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Róbert Marshall, leiðsögumaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og svo Kolbeinn bjóða sig fram í fyrsta sæti. Ljóst er að hart verður barist um efsta sæti á lista og líkt og Kolbeinn kemur inn á sínum pistli getur enginn gengið að neinu vísu, ekki einu sinni því að Vinstri græn fái þingmann í kjördæminu. Tekur á andlega Kolbeinn segir að hann hafi sem blaðamaður skrifað um þingmenn í prófkjöri, talað við þá sagt af þeim fréttir. En aldrei almennilega skilið hvernig þeim líður. „Auðvitað er fólk líka ólíkt og það hvernig mér líður segir ekki til um hvernig öðrum gerir það. Helst minnir þetta mig á mörg mánaðamótin á Fréttablaðinu eftir hrun, þegar maður mátti alltaf eiga von á því að einhverjum yrði sagt upp. Verð það ég núna?“ Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Fimmtudagur, 8. apríl 2021 Síðustu vikur og mánuðir hafa verið hektískir, að sögn Kolbeins. Hann segist hafa, eftir að ákvörðun lá fyrir, einsett sér að fara um allt og hitta sem flesta. Kynnast stöðunni og heyra í fólki. Þegar það svo leggst saman við þing- og nefndafundi og aðra fundi fækkar frídögum snarlega. „Þetta tekur furðulega á andlega. Ég nenni ekki að þykjast láta sem þetta hafi engin áhrif, það væri einfaldlega rangt,“ segir Kolbeinn, einlægur á Facebook-síðu sinni.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira