Anníe Mist: Skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir er bara rétt að byrja endurkomu sína en fyrst var að komast klakklaust í gegnum opna hlutann. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fékk svo sem enga draumaæfingu þegar í ljós kom hvað biði hennar í 21.3 og 21.4 en lokahlutinn á The Open reyndi mikið á íslensku CrossFit goðsögnina. Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira