Anníe Mist: Skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir er bara rétt að byrja endurkomu sína en fyrst var að komast klakklaust í gegnum opna hlutann. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fékk svo sem enga draumaæfingu þegar í ljós kom hvað biði hennar í 21.3 og 21.4 en lokahlutinn á The Open reyndi mikið á íslensku CrossFit goðsögnina. Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Beint: Slot spurður út í Salah á blaðamannafundi í Mílanó Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Beint: Slot spurður út í Salah á blaðamannafundi í Mílanó Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira