Breytum orku í grænmeti Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. mars 2021 16:31 Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar. Fleiri rafmagnsbílar keyra um göturnar og fleiri og fleiri vélar og tæki nota rafmagn sem orkugjafa fremur en kolefnaeldsneyti. Framleiðsla innlendra kolefnisorkugjafa eins og metans og lífdísels er einnig hafin. Á undanförnum árum hefur umræðan um kolefnisspor matvæla orðið meira áberandi. Þar blandast líka inn í umræðan um kolefnisjöfnun framleiðslunnar og mikilvægi þess að draga úr neyslu matvæla með stórt kolefnisspor á kostnað þeirra sem hafa minna spor. Bændasamtökin hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í þessu efni í „Umhverfisstefnu Landbúnaðarins 2020-2030“, þar sem gert er ráð fyrir að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus 2030. Með því að tengja saman orkunýtingu og innlendan landbúnað getum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við getum stóraukið innlenda matvælaframleiðslu, ekki síst grænmetisræktun, með því að nota rafmagn og jarðhita í miklu meira mæli til framleiðslunnar. Ég hef áður skrifað og rætt um af hverju við gerum ekki bændum kleift að kaupa rafmagn eða orku yfirleitt á svipuðu verði og stóriðja fær aðgang að orkunni. Væri ekki skoðunar virði að samtök bænda í samvinnu við orkufyrirtækin tækju höndum saman til að gera átak í þessum efnum? Hvernig væri að við skoðuðum hve stór heildarkaupandi garðyrkjan í landinu er þegar metið er verð á rafmagni eða annarri orku til hennar? Sem samfélag eigum við bæði að leita eftir því hvernig við getum bætt hag okkar en ekki síst hvernig við höfum jákvæð áhrif á loftslag og umhverfismál á heimsvísu. Með aukinni innlendri matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt gætum við orðið sjálfum okkur næg í mun meira mæli, og auk þess komið þeim skilaboðum til milljóna ferðamanna á komandi árum að við sem samfélag meinum það sem við segjum um umhverfismál. Auk þeirra jákvæðu skilaboða sem í því fælust myndu skapast forsendur til lægri framleiðslukostnaðar og þar með ódýrari og heilnæmari matarkörfu. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Landbúnaður Vinstri græn Loftslagsmál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar. Fleiri rafmagnsbílar keyra um göturnar og fleiri og fleiri vélar og tæki nota rafmagn sem orkugjafa fremur en kolefnaeldsneyti. Framleiðsla innlendra kolefnisorkugjafa eins og metans og lífdísels er einnig hafin. Á undanförnum árum hefur umræðan um kolefnisspor matvæla orðið meira áberandi. Þar blandast líka inn í umræðan um kolefnisjöfnun framleiðslunnar og mikilvægi þess að draga úr neyslu matvæla með stórt kolefnisspor á kostnað þeirra sem hafa minna spor. Bændasamtökin hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í þessu efni í „Umhverfisstefnu Landbúnaðarins 2020-2030“, þar sem gert er ráð fyrir að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus 2030. Með því að tengja saman orkunýtingu og innlendan landbúnað getum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við getum stóraukið innlenda matvælaframleiðslu, ekki síst grænmetisræktun, með því að nota rafmagn og jarðhita í miklu meira mæli til framleiðslunnar. Ég hef áður skrifað og rætt um af hverju við gerum ekki bændum kleift að kaupa rafmagn eða orku yfirleitt á svipuðu verði og stóriðja fær aðgang að orkunni. Væri ekki skoðunar virði að samtök bænda í samvinnu við orkufyrirtækin tækju höndum saman til að gera átak í þessum efnum? Hvernig væri að við skoðuðum hve stór heildarkaupandi garðyrkjan í landinu er þegar metið er verð á rafmagni eða annarri orku til hennar? Sem samfélag eigum við bæði að leita eftir því hvernig við getum bætt hag okkar en ekki síst hvernig við höfum jákvæð áhrif á loftslag og umhverfismál á heimsvísu. Með aukinni innlendri matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt gætum við orðið sjálfum okkur næg í mun meira mæli, og auk þess komið þeim skilaboðum til milljóna ferðamanna á komandi árum að við sem samfélag meinum það sem við segjum um umhverfismál. Auk þeirra jákvæðu skilaboða sem í því fælust myndu skapast forsendur til lægri framleiðslukostnaðar og þar með ódýrari og heilnæmari matarkörfu. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun