Breytum orku í grænmeti Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. mars 2021 16:31 Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar. Fleiri rafmagnsbílar keyra um göturnar og fleiri og fleiri vélar og tæki nota rafmagn sem orkugjafa fremur en kolefnaeldsneyti. Framleiðsla innlendra kolefnisorkugjafa eins og metans og lífdísels er einnig hafin. Á undanförnum árum hefur umræðan um kolefnisspor matvæla orðið meira áberandi. Þar blandast líka inn í umræðan um kolefnisjöfnun framleiðslunnar og mikilvægi þess að draga úr neyslu matvæla með stórt kolefnisspor á kostnað þeirra sem hafa minna spor. Bændasamtökin hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í þessu efni í „Umhverfisstefnu Landbúnaðarins 2020-2030“, þar sem gert er ráð fyrir að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus 2030. Með því að tengja saman orkunýtingu og innlendan landbúnað getum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við getum stóraukið innlenda matvælaframleiðslu, ekki síst grænmetisræktun, með því að nota rafmagn og jarðhita í miklu meira mæli til framleiðslunnar. Ég hef áður skrifað og rætt um af hverju við gerum ekki bændum kleift að kaupa rafmagn eða orku yfirleitt á svipuðu verði og stóriðja fær aðgang að orkunni. Væri ekki skoðunar virði að samtök bænda í samvinnu við orkufyrirtækin tækju höndum saman til að gera átak í þessum efnum? Hvernig væri að við skoðuðum hve stór heildarkaupandi garðyrkjan í landinu er þegar metið er verð á rafmagni eða annarri orku til hennar? Sem samfélag eigum við bæði að leita eftir því hvernig við getum bætt hag okkar en ekki síst hvernig við höfum jákvæð áhrif á loftslag og umhverfismál á heimsvísu. Með aukinni innlendri matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt gætum við orðið sjálfum okkur næg í mun meira mæli, og auk þess komið þeim skilaboðum til milljóna ferðamanna á komandi árum að við sem samfélag meinum það sem við segjum um umhverfismál. Auk þeirra jákvæðu skilaboða sem í því fælust myndu skapast forsendur til lægri framleiðslukostnaðar og þar með ódýrari og heilnæmari matarkörfu. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Landbúnaður Vinstri græn Loftslagsmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hafa lengi verið viðtekin sannindi á Íslandi að hér sé gnægð umhverfisvænnar orku. Á undanförnum misserum höfum við sem samfélag unnið markvisst að því að nota þessa orku til að minnka kolefnisspor okkar. Fleiri rafmagnsbílar keyra um göturnar og fleiri og fleiri vélar og tæki nota rafmagn sem orkugjafa fremur en kolefnaeldsneyti. Framleiðsla innlendra kolefnisorkugjafa eins og metans og lífdísels er einnig hafin. Á undanförnum árum hefur umræðan um kolefnisspor matvæla orðið meira áberandi. Þar blandast líka inn í umræðan um kolefnisjöfnun framleiðslunnar og mikilvægi þess að draga úr neyslu matvæla með stórt kolefnisspor á kostnað þeirra sem hafa minna spor. Bændasamtökin hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í þessu efni í „Umhverfisstefnu Landbúnaðarins 2020-2030“, þar sem gert er ráð fyrir að íslenskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus 2030. Með því að tengja saman orkunýtingu og innlendan landbúnað getum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við getum stóraukið innlenda matvælaframleiðslu, ekki síst grænmetisræktun, með því að nota rafmagn og jarðhita í miklu meira mæli til framleiðslunnar. Ég hef áður skrifað og rætt um af hverju við gerum ekki bændum kleift að kaupa rafmagn eða orku yfirleitt á svipuðu verði og stóriðja fær aðgang að orkunni. Væri ekki skoðunar virði að samtök bænda í samvinnu við orkufyrirtækin tækju höndum saman til að gera átak í þessum efnum? Hvernig væri að við skoðuðum hve stór heildarkaupandi garðyrkjan í landinu er þegar metið er verð á rafmagni eða annarri orku til hennar? Sem samfélag eigum við bæði að leita eftir því hvernig við getum bætt hag okkar en ekki síst hvernig við höfum jákvæð áhrif á loftslag og umhverfismál á heimsvísu. Með aukinni innlendri matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt gætum við orðið sjálfum okkur næg í mun meira mæli, og auk þess komið þeim skilaboðum til milljóna ferðamanna á komandi árum að við sem samfélag meinum það sem við segjum um umhverfismál. Auk þeirra jákvæðu skilaboða sem í því fælust myndu skapast forsendur til lægri framleiðslukostnaðar og þar með ódýrari og heilnæmari matarkörfu. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar