Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 22:43 Laugalækjarskóli. Skólinn er fyrir 7.-10. bekk í Laugardalnum í Reykjavík en Laugarnesskóli þjónustar 1.-6. bekk. Reykjavíkurborg Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Forráðamönnum nemenda í skólunum tveimur var einnig tilkynnt um ráðstöfunina í tölvupósti í kvöld. Allir nemendur í 1.-6. bekk í Laugarnesskóla og 7.-10. bekk í Laugalækjarskóla verða því að vera heima í úrvinnslusóttkví þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Börn í úrvinnslusóttkví þurfa að huga vel að persónulegum smitvörnum og halda sig frá öðrum á heimilinu. Rakning smitanna sem greindust í dag heldur áfram fram á nótt og á morgun, að því er segir í tilkynningu almannavarna. Á morgun kemur í ljós hversu margir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví halda áfram í sóttkví. Nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla og iðkendur í 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Þrótti eru í staðfestri sóttkví fram á laugardag. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, miðvikudaginn 24 mars. Frístundastarf í Laugarseli og Dalheimum, félagsmiðstöðinni Laugó sem og starf skólahljómsveitar mun einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur, að því er segir í tilkynningu skólanna til nemenda. Endanlegur fjöldi smitaðra ekki kominn á hreint Vísir greindi frá því í kvöld að þrír nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla hefðu greinst með kórónuveiruna í dag til viðbótar við nemanda og kennara í skólanum sem greindust áður. Fleiri nemendur greindust nú í kvöld. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla getur ekki staðfest hversu margir nemendur í skólanum séu smitaðir þar sem enn er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Fjöldinn skýrist í fyrramálið. Smitin séu enn bundin við fjóra af fimm bekkjum 6. bekkjar en til öryggis hafi verið ákveðið að árgangurinn færi allur í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum getur heldur ekki staðfest hversu margir séu smitaðir í tengslum við Laugarnesskóla. Enginn sé þó smitaður í Laugalækjarskóla en nemendur hafi verið settir í úrvinnslusóttkví vegna fjölskyldutengsla. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37 Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Forráðamönnum nemenda í skólunum tveimur var einnig tilkynnt um ráðstöfunina í tölvupósti í kvöld. Allir nemendur í 1.-6. bekk í Laugarnesskóla og 7.-10. bekk í Laugalækjarskóla verða því að vera heima í úrvinnslusóttkví þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Börn í úrvinnslusóttkví þurfa að huga vel að persónulegum smitvörnum og halda sig frá öðrum á heimilinu. Rakning smitanna sem greindust í dag heldur áfram fram á nótt og á morgun, að því er segir í tilkynningu almannavarna. Á morgun kemur í ljós hversu margir þeirra sem eru í úrvinnslusóttkví halda áfram í sóttkví. Nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla og iðkendur í 5. flokki karla í knattspyrnu hjá Þrótti eru í staðfestri sóttkví fram á laugardag. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, miðvikudaginn 24 mars. Frístundastarf í Laugarseli og Dalheimum, félagsmiðstöðinni Laugó sem og starf skólahljómsveitar mun einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur, að því er segir í tilkynningu skólanna til nemenda. Endanlegur fjöldi smitaðra ekki kominn á hreint Vísir greindi frá því í kvöld að þrír nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla hefðu greinst með kórónuveiruna í dag til viðbótar við nemanda og kennara í skólanum sem greindust áður. Fleiri nemendur greindust nú í kvöld. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla getur ekki staðfest hversu margir nemendur í skólanum séu smitaðir þar sem enn er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Fjöldinn skýrist í fyrramálið. Smitin séu enn bundin við fjóra af fimm bekkjum 6. bekkjar en til öryggis hafi verið ákveðið að árgangurinn færi allur í sóttkví. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri hjá almannavörnum getur heldur ekki staðfest hversu margir séu smitaðir í tengslum við Laugarnesskóla. Enginn sé þó smitaður í Laugalækjarskóla en nemendur hafi verið settir í úrvinnslusóttkví vegna fjölskyldutengsla. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37 Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Nemandi í Laugarnesskóla smitaður af Covid Nemandi í Laugarnesskóla greindist í dag smitaður af kórónuveirunni. Kennari við skólann greindist með veiruna í gær. 22. mars 2021 21:37
Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í sóttkví Áttatíu nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla í Reykjavík eru komin í sóttkví eftir að kennari við skólann greindist með kórónuveiruna í gær. 22. mars 2021 08:07
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22