Vond saga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2021 19:50 Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Alþjóðafjármálakreppan 2008 var fyrst og fremst gjaldeyriskreppa á Íslandi. Við höfum því réttilega eins og flestar aðrar þjóðir fest í lög svonefndar þjóðhagsvarúðarreglur. Þær fela í sér ákveðnar heimildir fyrir Seðlabanka til þess að draga úr sveiflum án þess að raska grundvallarreglunni um frjáls viðskipti. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp, sem færir Seðlabankanum heimildir til þess að grípa til allra þeirra hafta, sem nauðsynlegt þótti að innleiða í gjaldeyriskreppunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi framselur til embættismanna svo víðtækt vald til þess að hefta frjáls viðskipti. Að þessu sinni er ekki um að ræða tímabundna ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin telur sem sagt að ekki sé unnt að stýra íslensku krónunni nema embættismenn hafi full, ótakmörkuð og varanleg völd til þess að setja atvinnulífið og lífeyrissjóðina í fjötra gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin segist sjálf vera búin að tryggja sjö þúsund störf fyrir kosningar. Hún segir að gengi krónunnar sé stöðugt. Hún segir að ríkissjóður hafi nægan aðgang að ódýru lánsfé. Hún segir þvert á álit Samtaka atvinnulífsins, að ekki þurfi að hækka skatta eða skera niður. Hún segir að það sé ekki gjaldeyriskreppa. Samt telur hún óhjákvæmilegt að lögfesta heimildir til jafn víðtækra gjaldeyrishafta og eftir hrun. Í raun er ríkisstjórnin að segja þetta: það er ekki unnt að stýra jafn litlu peningakerfi án þess að við tökum á okkur meiri skerðingar á viðskiptafrelsi en samkeppnislöndin. Þetta er ekki góð saga. Þetta er vond saga. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hrunið Vinnumarkaður Íslenska krónan Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Alþjóðafjármálakreppan 2008 var fyrst og fremst gjaldeyriskreppa á Íslandi. Við höfum því réttilega eins og flestar aðrar þjóðir fest í lög svonefndar þjóðhagsvarúðarreglur. Þær fela í sér ákveðnar heimildir fyrir Seðlabanka til þess að draga úr sveiflum án þess að raska grundvallarreglunni um frjáls viðskipti. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp, sem færir Seðlabankanum heimildir til þess að grípa til allra þeirra hafta, sem nauðsynlegt þótti að innleiða í gjaldeyriskreppunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi framselur til embættismanna svo víðtækt vald til þess að hefta frjáls viðskipti. Að þessu sinni er ekki um að ræða tímabundna ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin telur sem sagt að ekki sé unnt að stýra íslensku krónunni nema embættismenn hafi full, ótakmörkuð og varanleg völd til þess að setja atvinnulífið og lífeyrissjóðina í fjötra gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin segist sjálf vera búin að tryggja sjö þúsund störf fyrir kosningar. Hún segir að gengi krónunnar sé stöðugt. Hún segir að ríkissjóður hafi nægan aðgang að ódýru lánsfé. Hún segir þvert á álit Samtaka atvinnulífsins, að ekki þurfi að hækka skatta eða skera niður. Hún segir að það sé ekki gjaldeyriskreppa. Samt telur hún óhjákvæmilegt að lögfesta heimildir til jafn víðtækra gjaldeyrishafta og eftir hrun. Í raun er ríkisstjórnin að segja þetta: það er ekki unnt að stýra jafn litlu peningakerfi án þess að við tökum á okkur meiri skerðingar á viðskiptafrelsi en samkeppnislöndin. Þetta er ekki góð saga. Þetta er vond saga. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar